Föstudagur, 6. ágúst 2010
Erum við sannkölluð Evrópuþjóð?
Merkilegt er að heyra utanríkisráðherra halda því fram að við ættum heima í ESB því við værum Evrópuþjóð að stofni til. Þetta er áhugaverð söguskoðun og lýsir ekki góðu læsi ráðherrans á eigin þjóð.Margt bendir til að við eigum meira sameiginlegt með Bandaríkjamönnum en nágrönnum okkar í Evrópu.
Við erum ung og þjóð eins og Bandaríkjamenn. Þar af leiðandi erum við nýjungagjarnari en hinir íhaldssömu Evrópumenn. Við erum þjóð sem er til í að leggja mikið á sig og fórna sér fyrir lífsgæði, bæði nauðsynleg og ónauðsynleg, eins og Bandaríkjamenn. Evrópumenn eru meira fyrir að vinna minna, eiga meira frí osfrv.Einnig má benda á að Bandaríkjamenn hafa verið okkur mun vinveittari í gegn um tíðina en Evrópumenn, nægir að nefna þorskastríðið í því samhengi.
Ég hef í það minnsta komist að því að við séum margfalt líkari vinum okkar í Ameríku heldur en nágrönnunum í Evrópu. Ekki er ég að segja að við ættum að vera enn ein stjarnan í Bandaríska fánann, við eigum að vera sjálfstæð áfram og geta tileinkað okkur það besta frá öllum þjóðum.
Einnig eigum við að hafa góð og gangkvæm viðskipti sem og samskipti við alla, það er okkur til framdráttar í stað þess að múlbinda sig við einn hluta heimsins. Það kallast þröngsýni og heimska.Við erum ekki sannkölluð Evrópuþjóð, né heldur sannkallaðir Bandaríkjamenn.
Við erum sannkölluð íslensk þjóð, það fer okkur betur. Hin íslenska þjóð má ekki láta Evrópska hlutann kúga sig til hlýðni. Þá deyr hin íslenska og eftir stendur máttlaus blanda af einhvers konar þjóð.
Athugasemdir
Árið 1980 kom út bók eftir bandarískan félagsfræðing sem heitir Richard F. Tomasson. Bókin heitir Iceland: The First New Society. Hann gerði rannsókn á gildum og lífsviðhorfum Íslendinga og komst m.a. að þeirri niðurstöðu að við deilum mörg svipuð lífsgildi og Bandaríkjamenn, mun meiri en í samanburði við Norðurlandamenn.
H.T. Bjarnason 6.8.2010 kl. 23:12
Þakka þér kærlega fyrir þessa athugasemd H.T, Bjarnason.
Þetta er eitthvað sem ég held að flestir séu meðvitaðir um, en það vantar að geta fært haldgóð rök fyrir því. A.m.k. hef ég engann heyrt halda því fram með neinum rökum að við eigum eitthvað sameiginlegt með Evrópumönnum, við erum í eðli okkar mjög svipuð og Bandaríkjamenn.
Enda hefur menning þeirra átt mjög upp á pallborðið hjá okkur eins og skyndibitamenningin, kvikmyndir frá þeim osfrv.
Jón Ríkharðsson, 6.8.2010 kl. 23:28
Í anda Olympiu-leikanna er hvert land aðskilið frá öðru.Keppendur mæta og ætla sér að gera sitt besta fyrir land sitt og þjóð.
Sú hugsun er almenn hjá okkur Íslendingum,en því miður hafa ákveðnir aðilar hlaupið undan merkjum.Árar Mammon hafa leitt til svika við þjóð sína vegna græðgi um sinn eiginn hag.
Mín hugsun er að Íslendingar verði sjálfstæð þjóð,en vinir annara og þar að leiðandi eiga viðskipti og samskipti við allar friðelskandi þjóðir.Við eigum ekki að þurfa að ganga í sambönd þjóða,þar sem að þær fjölmennari og frekari ráða ríkjum.
Ingvi Rúnar Einarsson, 6.8.2010 kl. 23:56
Við erum sammála Ingvi minn, við eigum að sjálfsögðu að vera sjálfsögð og nýta þjónustu Mammons, en alls ekki láta hann stjórna okkur.
Það er gömul staðreynd að peningar eru góðir sþjónar, en afleitir stjórnendur.
Jón Ríkharðsson, 7.8.2010 kl. 00:31
Og að sjálfsögðu eigum við þá að taka upp kristilegt trúarofstæki Bandaríkjamanna þar sem ofsatrúarmenn ná meiri og meiri tökum á mannfólkinu. Jesús mun snúa til baka segja þeir, ekki kærleiksríkur eins og kennt var, heldur herkonungum sem mun dæma og drepa. Hæfir vel þjóð sem kaus Bush sem forseta, hans líkar munu koma fleiri.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 7.8.2010 kl. 11:45
Svo má ekki gleyma því að forfeður okkar yfirgáfu Evrópska meginlandið á svipuðum forsendum og "The Founding Fathers" í USA; fyrir trúarlegan og veraldlegan yfirgang og mismunun í heimalandinu.
Það sem Sigurður Grétar nefnir, eða vaxandi trúarofstæki vestra, er mikið áhyggjuefni hjá hinum almenna kana. Þetta fár er farið að teygja sig til æðstu stjórnar, svo sem forsetakjör Bush sannar, en "ekki" kjöri Palin varð þó naumlega bjargað. Eða eins og einhver góður kani sagði: "Palin var aðeins einu hjartaáfalli frá því að verða forseti USA".
Kolbrún Hilmars, 7.8.2010 kl. 13:47
Ekki líst mér á þá hugmynd Sigurðar Grétars að taka upp einhvers konar trúarofstæki, það líst mér ekki á, frekar en annað ofstæki.
Ég vil miklu frekar taka upp sömu siði og voru við líði þegar alþingi var stofnað árið 930, notast við víðsýni og sætta sjónarmið hinna ýmsu hópa. Sá íslenski siður hugnast mér vel.
Ég er lítið fyrir ófrið og læti, það er bara leiðinlegt og hefur neikvæð áhrif á fólk.
Jón Ríkharðsson, 7.8.2010 kl. 17:30
Prýðileg ábending. Og eins og raunar Kolbrún bendir á er Ísland að stofni til gjörólíkt Evrópu en skyldari Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og fl. löndum sem byggð eru innflytjendum frá Evrópu. Í Evrópu hefur verið byggð frummanna og manna samfellt í hundruð þúsunda, ef ekki milljónir ára og núverandi íbúar eru afkomendur þess fólks. Ísland er hins vegar fyrsta landið utan meginlands Evrasíu sem byggist útflytjendum. Stofnun þjóðveldisins á fjölmargt sameiginlegt með stofnun Bandaríkjanna. Vilhjálmur Stefánsson vildi halda því fram að Ísland ætti að teljast með amerísku heimsálfunni, því Grænland væri miklu nær. Það er þó hæpið. Réttast er að Ísland er eins konar milli- land, hvorki í Evrópu né Ameríku.
Vilhjálmur Eyþórsson, 7.8.2010 kl. 20:02
Þetta er rangt og reyndar lengst úti á túni. Íslendingar hafa alltaf, repít alltaf, fra því land byggðist (einhverntíman fyrir rúmlega 1000 árum síðan) litið á sig sem hluta af evrópu og evrópskri menningu hefðum og þjóðarrótum. Alltaf. Þjóðríki í nútímaskilning er beisiklí nýtilkomið og og ísland ekkert eldri eða yngri í því sambandi en gengur og gerist. Ísl. kynntust þessari hugmynd úti Danaveldi og fluttu hingað inn og fylgdu þar straumum og stefnum í Evrópu eins og gengur. Fyrst litu þeir á sig sem hérað norrænna eða norskra manna, svo hluta af ríki norrænna manna og svo hluta af Dabnaveldi og svo eins og ápur er lýst. Punktur og period. Íslendingar eiga akkúrat ekkert sameiginlegt með BNA - nema þá sem almennt séð hver önnur evrópuþjóð því BNA menn margir komu rá Evrópu.
Haha Bandaríkin! Það sem ykkur andsinnum dettur í hug! Hva, hvað næst Kína eða? Ísland á svo mikið sameiginlegt með Kína? Eg yrði eigi hissa þó það kæmi næst. Bandaríkin! Hættið þessari vitleysu strax!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.8.2010 kl. 22:07
Þakka þér fyrir Vilhjálmur, þetta var góður punktur hjá þér. Við erum líkari Bandaríkjamönnum en Evrópumönnum, en samkvæmt því sem ég hef lesið, þá voru okkar forfeður ólíkt friðsamari en Bandaríkjamenn.
Ég les margt úti á sjó, en þá er maður oft þreyttur og einbeitning ekki alveg fullkominn. Einni bók man ég eftir, mig minnir að höfundurinn hafi heitað Björn, ég man ekki hvers son hann var, en bókin fjallaði um landnámsmennina. Gaman væri ef einhver vissi um hvað'a bók ég er að tala, því í rökræðum skiptir máli að vera með heimildir á hreinu. Ég vona að mér fyrirgefist það í þetta skipti, því það sem vakti athygli mína í bókinni man ég vel. Bókarhöfundur vildi meina að landnámsmennirnir hafi verið friðsamir bændur, á þeirra tíma mælikvarða, þeir þættu vissulega ekki friðsamir í dag. Einum var sagt frá í Noregi sem sagði best fyrir son sinn að fara til Íslands, hann væri meir bóndi en stríðsmaður.
Enda hafa íslendingar ávallt verið friðsamir og ekki tekið mikinn þátt í átökum, miðað við aðrar þjóðir. Og þessi víðsýni og viska sem réði því að alþingi var stofnað á sínum tíma, það er arfur sem við eigum að rækta með okkur, einnig er gott að minnast þess að forfeður okar voru í fararbroddi varðandi samtryggingu, menn bættu hver öðrum tjón sem búsifjar ollu.
Ef okkur ber gæfa til að rækta með okkur eðliskosti forfeðra okkar, þá getum við byggt upp samfélag sem er til fyrirmyndar á flestum sviðum. Svo lærum við margt af öðrum þjóðum með því að vera opin og víðsýn, en umfram allt sjálfstæð þjóð.
Jón Ríkharðsson, 7.8.2010 kl. 22:14
Ps. Svo á tímabili litu ísl. hált í hvoru á sig sem hluta af kaþólska veldinu sem átti höfuðstöðvarí Róm.
Lesið svo þennan bráðskemtilega pistil um lífið á Plaza Bandaíkin:
http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/lifsreynsla-af-plaza
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.8.2010 kl. 22:23
Kæru félagar, þið sem gerið mér þann heiður að lesa þessa síðu. Vill einhver vera svo vænn og auka leti mína og þvarga aðeins við hann Ómar greyið Bjarka. Ég er ekki í þvargstuði akkúrat núna.
En það er nauðsynlegt að einhver leiki við þvargarana, því þeir eru að leita eftir athygli. Þið þurfið ekkert að hafa fyrir því að rökræða staðreyndir við ESB aðdáendurna, ekki fyrr en seint í haust. Þá hafa þeir lokið námskeiði í notkun staðreynda hjá stækkunarstjóra ESB. Hann bðaðai nefnilega komu sína hingað til lands í haust, honum fannst vanta eitthvað upp á það, að ESB sinnar íslenskir kynnu á staðreyndir.
Jón Ríkharðsson, 7.8.2010 kl. 22:27
Ég leit á pistilinn sem Ómar Bjarki vísaði til og átti erfitt með að skilja hvaða erindi hann átti inn í umræðuna. Það eina sem ég sá var, að það er ekki hægt að rökræða við hluta ESB sinna, vegna þes að þeir kynna sér ekki málin sem þeir ætla sér að ræða um. Það er mikið til í því sem stækkunarstjóri sambandsins segir, þeir eru ekki hrifnir af staðreyndum, það er ekki hægt að rökræða við svoleiðis menn.
Í mínum pistli og þessum umræðum sem fylgdu í kjölfarið var ekkert verið neitt sérstaklega að dásama Bandaríkin í heild sinni, þau hafa stóra galla eins og heimurinn allur.
Það var mitt markmið að sýna fram á að við værum líkari Bandaríkjamönnum í hugsunarhætti heldur en Evrópumönnum. En samt eru til íslendingar sem eru líkari Evrópumönnum, jafnvel nokkrir sem aðhyllast Kínverska menningu. Það er hægt að hártpga þessa umræðu fram og til baka.
En það sem flestir íslendingar eru sammála um er mjög einfalt, við erum ánægð með okkar þjóð, í megindráttum, en við erum eins og heimurinn allur í þróun og eigum margt eftir ólært.
Meirihluti þjóðarinnar vill vera utan ESB aðildar, en hafa ekkert á móti Evrópu sem slíkri, það er nauðsynlegt að hafa góð samskipti við Evrópu.
En við viljum hvorki verða hluti af Bandaríkjunum né ESB og þaðan af síður Kína, þótt við viljum gott samstarf við heiminn allan.
En ég er lýðræðissinni og hvet þá til að halda áfram að hafa sínar skoðanir og segja frá þeim. Það eru sjálfsögð mannréttindi.
Jón Ríkharðsson, 7.8.2010 kl. 23:45
Ég er og hef í mörg ár verið í meginatriðum sammála Jóni. Við eigum í fjölmörgum atriðum meira sameiginlegt með Bandaríkjamönnum en Evrópubúum, einkum þó eins og Bandaríkin voru fram yfir Víetnamstríð. Þróunin þar hin síðari ár hefur hins vegar ekki verið í rétta átt með sívaxandi áhrifum vinstri- flathyggju- og fjölmenningarsinna. Það er hins vegar alrangt hjá Jóni að forfeður okkar hafi verið friðsamari en Bandaríkjamenn. Ekki þarf að glugga lengi í Íslendingasögurnar til að komast að hinu gagnstæða. Það var ekki fyrr en óblítt veðurfar á litlu ísöldinni, fátækt, drepsóttir og fleira var búið að draga allan mátt úr þjóðinni að Íslendingar hættu að berjast innbyrðis.
Vilhjálmur Eyþórsson, 8.8.2010 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.