"Hin tæra vinstri stjórn" og Icesave

Mikið er ég því feginn að "hin tæra vinstristjórn" fékk ekki vilja sínum framgengt varðandi greiðslu fyrir Landsbankann á Icesave þvælunni. En stjórnarherrarnir reyndu allt hvað þeir gátu að fá þjóðina á sitt band.

Finnst landsmönnum ekkert skrítið við það að fjármálaráðherra fullyrti að vinir hans tveir hafi náð góðum samningi eftir að þeir komu til baka? Og rétt áður lofaði hann þjóðinni því að samninganefndin hans myndi landa besta mögulega samningi sem völ væri á?

Mér finnast þessi ummæli furðuleg í ljósi þess, að Þegar stjórnarandstaðan kom að málinu var skyndilega hægt að lækka greiðslubyrði hins besta mögulega samnings um áttatíuþúsund milljónir. Það munar nú um minna á tímum sem þessum.

Eitthvað fór blessaður gamli maðurinn hann Svavar að réttlæta samningana sína og benti á, að á sínum tíma hafi þetta verið bestu mögulegu samningar, ég áttaði mig nú aldrei á þessu hjá kallinum.

Svo þegar þjóðin var ekki ánægð með að ábyrgjast greiðslurnar og ganga að kröfum andstæðinganna, þá var því nú hótað, að endurreisnin myndi tefjast allverulega, ef hún væri þá ekki bara ónýt.

Reyndar jókst bjartsýni Jóhönnu þegar Hreiðar Már var handtekinn, þá sagði hún að með handtöku bankastjórans fyrrverandi og félaga hans væri endurreisnin hafin. Kannski er handtakan ástæða þess að seðlabankastjóri hefur nú gefið í skyn að kreppan væri senn á enda?

Já margt skrítið hefur komið frá "hini tæru vinstri stjórn". Nú er komið rúmt ár síðan að allt átti að fara fjandans til ef samningarnir væru ekki samþykktir. Samningar eru ekki enn komnir í höfn, samt segja talsmenn "hinnar tæru vinstri stjórnar" að allt sé á leiðinni upp á við, já kreppan næstum búin.

Ef einhver getur skilið þennan undarlega málflutning "hinnar tæru vinstri stjórnar", tja þá væri gaman að heyra frá þeim fróða einstaklingi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þeyr sem ljúga miklu þurfa að hafa gott mynni, þess vegna stangast þetta allt saman á hjá þeym. eða þannig sko!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 10.8.2010 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband