Miðvikudagur, 11. ágúst 2010
Allur vindur úr viðskiptaráherra?
Ég man eftir manni nokkrum sem gaf sig út fyrir að vera haldinn mikilli sannleiksást. Í aðdraganda hrunsins gaf hann út yfirlýsingu þess efnis, að bankarnir væru að hruni komnir, þá vantaði ekki stóru orðin.
Svo fór búsáhaldabyltingin af stað og þessi ágæti maður hélt ræður og á honum var að heyra að hann vildi meiri heiðarleika og allt upp á hið fræga borð, sem enginn virðist hafa séð.
Svo birtist við hann viðtal í DV, þar sem hann hneykslaðist mjög á starfsemi þingsins og líkti þingumræðum við Morfískeppni. Þá var nú aldeilis eldmóður í honum.
En allur eldur kulnar ef honum er ekki haldið við. Í dag er hann liðsmaður "hinnar tæru vinstri stjórnar" og gengur þar í takt með félögum sínum, reynir að ljúga sig út úr vandræðalegum uppákomum.
Það reynir fyrst á menn Þegar Þeir þurfa sjálfir að axla ábyrgð. Það er nefnilega þægilegra að gagnrýna aðra.
Umræðan um gengistryggð lán hefur verið ríkjandi í samfélaginu undanfarin misseri. Helgi Seljan tók viðtal við eldhugann fyrrverandi.
Eldurinn var kulnaður og augun daufleg að sjá. Á vandræðalegan hátt reyndi hann að sannfæra sjálfan sig og þjóðina um, að hann hafi ekki gert neitt rangt.
Annars á maður ekki að vera svona dómharður, kannski er hann eins og Steingrímur Joð, orðinn allt of þreyttur. Það er allavega ekki eðlilegt að svara spurningu um lögmæti gengistryggðra lána með því, að lán í erlendri mynt væru lögleg.
En hvort sem það er þreytu um að kenna eða öðrum orsökum, þá er þetta enn eitt dæmið sem sannar vanhæfni "hinnar tæru vinstri stjórnar".
Athugasemdir
Laug Gylfi eða sagði hann bara ósatt í Kastljósi kvöldsins?
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.8.2010 kl. 01:15
Já það er sitthvað Gylfi byltingarforingi og Gylfi ráðherra.
Jón Magnússon, 11.8.2010 kl. 10:06
Jóna Kolbrún, ég veit það ekki, hann sagði allavega ekki sannleikann. Ég hef hann grunaðan um lygi, en það er óstaðfestur grunur vel að merkja.
Já nafni, þeta eru tveir gjörólíkir menn, Dr Jekyll og Mr Hyde.
Jón Ríkharðsson, 12.8.2010 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.