"Hin tæra vinstri stjórn" vill ekki mótmæli.

Vinstri menn hafa í gegn um tíðina verið óskaplega hrifnir að hinum ýmsu mótmælum. Hópur fólks úr röðum VG. hljóp niður á Austurvöll og lét ófriðlega. Það fannst vinstri þingmönnum þá sjálfsagður réttur manna,að berja potta og pönnur og hrópa orð sem lýstu vanhæfi þáverandi ríkisstjórnar.

Eftir að þessi sérstæða stjórn tók við völdum bar eitthvað á mótmælum. "Hin tæra vinstri stjórn" fann til samkenndar með mótmælendum þessum og bauð völdum einstaklingum úr þeirra hópi í kaffi og notalegt spjall.

Kannski hefur þessari ágætu konu sem mótmælti ein síns liðs langað í kaffi og notalegt spjall með ráðherrum. Það hefði í það minnsta verið stórmannlegt af þeim að gefa konunni nokkrar mínútur til að spjalla og drekka með henni kaffi.

Nei í staðinn þá varð hinn taugatrekkti aðstoðarmaður forsætisráðherra æfur og hann hringdi á lögregluna. Eflaust með samþykki ráðherranna allra. Konan var fjarlægð af staðnum hið snarasta.

Það er náttúrulega örlítil skreyting á sannleikanum að segja að "hin tæra vinstri stjórn" vilji ekki mótmæli. Þau eru mjög hrifin af mótmælum, ef þau beinast að öðrum flokkum. Þá er bara fínt að vera með öskur og læti, það gerir ekkert til þótt það trufli störf annarra flokka.

En þau sjálf eru orðin svo fín með sig viðkvæm, að þau þola ekki eina konu með mótmælaspjöld. Ætli það verði næsta skref hjá þeim að leita leiða til að banna mótmæli, svona rétt á meðan þau eru við völd?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband