Fimmtudagur, 12. ágúst 2010
Tíminn hennar Jóhönnu?
Jóhanna Sigurðardóttir er ágætis kona sem vill gera vel fyrir þá sem höllum fæti standa.
En mér hefur aldrei fundist hún vera stjórnmálamaður, hún er miklu frekar góður talsmaður hagsmunahóps þeirra sem höllum fæti standa.
Áður en hún lét ljúga sig í forsætisráðherraembættið, þá sýndi hún það að hún vill berjast fyrir sitt fólk.
En sem ráðherra, það er ekki margt gott sem stendur upp úr hjá henni þar. Húsbréfakerfi sem reyndist ekki nógu vel og húsnæði sem landsbyggðin var þvinguð til að byggja, það átti víst að bæta húsakost landans, en mistók hjá kellingaranganum.
Það er kannski orðið of seint, en Jóhönnu færi ágætlega að vera talsmaður hagsmunahóps, þar myndi hún nýtast vel.
Nei annars, hún ætti að njóta þess að vera gamalmenni við góða heilsu og með fín eftirlaun. Hún getur ferðast um heiminn með Jónínu sinni, Jónína gæti skrifað bækur og þeim myndi báðum líða miklu betur.
Tími Jóhönnu Sigurðardóttur í pólitík? Ég hugsa að hann sé löngu liðinn, ef hann hefur þá nokkurn tíma komið.
En hún var fínn talsmaður þeirra sem minna mega sín, það verður ekki af henni tekið.
Athugasemdir
Ætli hún endi bara ekki sem talsmaður eldri borgara
Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.8.2010 kl. 14:14
Það gæti verið nafni, ég held að hún verði ágæt í því hlutverki.
Hún væri hamingjusamari blessunin, ef hún hefði starfað við annað en stjórnmál.
Jón Ríkharðsson, 12.8.2010 kl. 14:44
Sæll og blessaður
Ég vil meina að hún sé ekki einu sinni góður talsmaður fyrir hagsmunahópa svo sem fyrir þá sem minna mega sín. Hún er búin að starfa sem félagsmálaráðherra og forsætisráðherra. Jú hún talaði og talaði en það gerðist ekkert. Við vitum það sem erum öryrkjar eða ellilífeyrisþegar.
Var hún ekki félagsmálaráðherra þegar öryrkjar fengu dæmt í sinn hag og ríkisstjórnin breytti lögunum þannig að öryrkjar fengu enga leiðréttingu?
Tími Jóhönnu kom aldrei.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.8.2010 kl. 18:26
Ég verð að taka undir með Rósu. Kona sem hótar og ætlar að kúga þjóð sína undir Versalasamning í 5 - 10 veldi og undir erlent vald, er enginn kerlingarangi. Vil ekki sjá þessa manneskju nálægt gamla fólkinu okkar.
Elle_, 12.8.2010 kl. 19:48
Jú það er svo sem erfitt að mótmæala því sem þið segið Rósa og Elle, hún hefur alls ekki staðið sig vel í embætti, hvorki sem félagsmálaráðherra né forsætisráðherra.
En ég tók nú bara mið af því sem hefur verið sagt um hana, hún var alltaf mjög hörð á að fá sem mest fjármagn í sinn málaflokk. En henni tókst illa að sannfæra samráðherra sína, eflaust vegna þess að hún er klaufi í mannlegum samskiptum.
Ég ætla að taka til baka sem ég sagði, maður getur nú haft rangt fyrir sér. Hún yrði örugglega ekki góður talsmaður neinna hópa, ég veit svei mér ekki hvað hún hefði getað gert almennilega.
Ég er sammála ykkur báðum og ég viðurkenni fúslega að þessi pistill var ekki skrifaður samkvæmt minni bestu vitund.
Ég gerði mistök.
Gaman væri ef stjórnmálamenn gætu líka viðurkennt mistök, það væri nýbreytni í því.
Jón Ríkharðsson, 12.8.2010 kl. 20:22
Jón, einn vinur okkar spurði í vetur opinberlega í ÚS hvort Jóhanna gæti ekki bara farið í skúringarvinnu. Það væri allavega vinna.
Elle_, 12.8.2010 kl. 21:18
Æi Elle, ég er orðinn svo svartsýnn á hæfileikana hennar. Ætli hún myndi ekki gleyma að skúra í hornum eða eitthvað í þá áttina.
Jón Ríkharðsson, 12.8.2010 kl. 21:28
Jú líklega, Jón. Skúringar væru þó allavega heiðarleg vinna, öfugt við núna. Nema kannski væri það misnotað líka. Skárra er þó að gleyma hornum og skotum og böðlast á fötum og kústum, en mannfólki.
Elle_, 12.8.2010 kl. 21:37
Sammála þér Elle.
Jón Ríkharðsson, 12.8.2010 kl. 23:03
Come back tími Jóhönnu,var tími hennar til að eyðileggja öll þau verk,sem hún hafði unnið.
Hennar verður minnst,líkt og barni,sem byggir kastala úr kubbum og eyðilagði hann með einu sparki.
Skyldi það vera hugsun hennar,þegar hún sagði að sinn tími mun koma,að þá gæfist hennar kostur að eyðileggja allt,sem hafði byggt upp?
Ingvi Rúnar Einarsson, 15.8.2010 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.