Ummæli núverandi seðlabankastjóra árið 2008.

Mörgum er enn í fersku minni sms skilaboðin sem Ingibjörg Sólrún sendi Geir H. Haarde eftir að allt hrundi um haustið 2008.

Hún hvatti Geir eindregið til að losa sig við þáverandi seðlabankastjóra og fá Má Guðmundsson hið snarasta til landsins. Það myndi auka traust á bankakerfinu.

Hvað hefði nú gerst á þessum víðsjárverðu tímum ef Geir hefði gert eins og Ingibjörg boðaði?

Lítum aðeins á þankagang Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í nóvember 2008.

Eftirfarandi tilvitnun er tekin úr Fréttablaðinu dagsett 4. nóvember 2008, bls. 12;

"miðað við greiðslufærni, stærð, alþjóðlega starfsemi þeirra og kerfislægt mikilvægi íslensku bankanna, hefði verið æskilegt að aðstoða bankanna við að greiða skuldir sínar".

Þetta þýðir að ef Már hefði tekið við stöðu seðlabankastjóra á þessum tíma, þá hefði mögulega stórfé verið veitt til að hjálpa bönkunum við að greiða sínar skuldir.

Svo ætla ég að eftirláta þeim sem þetta lesa, að meta hvort það hafi endilega verið rétt ákvörðun hjá Jóhönnu, að leggja svona mikla vinnu í að losna við þáverandi seðlabankastjóra og fá Má í staðinn.

Að mínu viti var það ekki mest áríðandi verkefni landstjórnarinnar á þessum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get ekki séð að vinnubrögð Seðlabankans hafi mikið breyst á þessum tíma.

Jóhann Elíasson, 13.8.2010 kl. 08:52

2 identicon

Þáverandi seðlabankastjóri ætlaði að þjóðnýta Glitni og þar með að láta ríkið ábyrgjast skuldirnar. Það fór öðruvísi en ætlað var.

Doddi 13.8.2010 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband