Þröngsýni aðildarsinna..

Farsælast er að hafa víðsýni að leiðarljósi og velta fyrir sér öllum hliðum máls áður en afstaða er tekin.

Ég hef með opnum huga leitast við að skoða sjónarmið ESB sinna, en ekki ennþá sannfærst um nauðsyn aðildar. 

Þeir hafa bent á nokkur atriði máli sínu til stuðnings. Með því að ganga í ESB þá fáum við vandaðri stjórnsýslu, nothæfan gjaldmiðil, matarverð mun lækka sem og vextir af lánum þar sem enginn verður verðtryggingin.

Það er á þeim að skilja að við getum ekki fengið vandaðri stjórnsýslu öðruvísi en að ganga í sambandið.

Ekki kannast ég við að einkaleyfi sé á stjórnsýsluaðferðum ríkja heimsins. Vitanlega er hægt að velja allt það besta úr stjórnsýslu Evrópusambandsins og nota hér, án þess að innlimast í sambandið.

Svo eru það gjaldmiðilsmálin. Það hefur verið bent á það af sérfræðingum mörgum að stjórnunin á krónunni sé í ólagi, en vandinn sé ekki hún sjálf. En ég get fallist á þau rök að með heildarhagsmuni í huga, þá er heppilegra að taka upp annan gjaldmiðil. Í því sambandi hlýtur að vera hægt að skoða alla möguleika á myntsamstarfi við önnur ríki.

Ef peningastjórnunin lagast, þá lækka vextir, matvælaverð og verðtrygging verður óþörf. Reyndar hafa fróðari menn en ég í þessum málum sagt að verðtrygging sé ekki endilega nauðsynleg þótt krónan ráði ríkjum, en ég treysti mér ekki að hafa skoðun á því sökum vanþekkingar á þessu sviði..

Mér finnst þegar upp er staðið aðildarsinnarnir vera þröngsýnni en við sem erum andstæðingar aðildar. Ég vil ólmur mikið og gott samstarf við öll ríki heimsins, en ekki binda mig við eitt bandalag og vera háður því á flestum sviðum.

Bandaríkin hafa reynst okkur vel, við höfum ágæta reynslu af Japönum, Kínverjar geta verið prýðis kostur fyrir okkur osfrv. 

Í heiminum eru nefnilega fleiri lönd heldur en þau sem tilheyra Evrópusambandinu.

Ekki er heldur ólíklegt að hægt sé að tína til prýðis vinnuaðferðir í stjórnsýslu og öðrum sviðum víðar heldur en í Evrópusambandinu.

Ísland er nefnilega hluti af hinum stóra heimi og við eigum að nýta okkur það.

Ég skil ekki þessa þröngsýni í mönnum að sjá ekkert nema Evrópusambandið.

Og að lokum, Íslendingar eiga aldrei að láta sjálfstæðið sitt af hendi. Það er ekkert annað en uppgjöf og aumingjaskapur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Vil taka undir pistilinn, Jón.  Evrópuríkissinnar eru að mínum dómi nefnilega miklu þröngsýnni en við hin, þó þeir ýmsir kalli okkur, ítrekað og ranglega, afdalamenn, einangrunarsinna og þjóðrembur, eins og þeir hafi heimskulega lært það utanbókar af Baldri Þórhallssyni.  Hvaða vitleysu ætli þessi maður sé að kenna í einum virtasta skóla landsins??  Fer um mann hrollur.  Sýnir það ekki bara nóg um þröngsýni þeirra að fara með svona rugl um 60-70% þjóðarinnar?  Og svo bætist ofan á að um 92% hins stærri heims eru fyrir utan þetta einangrunarbandalag.  Það er ekki gáfulegt að gefa upp fullveldi lands síns upp fyrir neitt og enn síður heimsveldi. 

Elle_, 17.8.2010 kl. 12:19

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Elle, þín ábendi varðandi það að ESB ríkin eru 8% af ríkjum heims ætti að sannfæra fólk betur um þessa fáránlegu þröngsýni þeirra.

Já Elle, við eigum að hafa gott samstarf við sem flestar þjóðir, það er ekki skynsamlegt að hafa öll eggin í sömu körfunni.

Jón Ríkharðsson, 17.8.2010 kl. 12:38

3 Smámynd: Elle_

Jón, ég ætti líklega að skýra hvers vegna ég er svona harðorð um Baldur Þórhallsson.  Hann sagði ljóta og ranga hluti opinberlega um Ögmund Jónasson:

http://evropa.blog.is/blog/evropa/

Elle_, 17.8.2010 kl. 15:08

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála þér Elle, menn eiga ekki að hafa ljót orð um Ögmund. Margir mættu taka til fyrirmyndar hans drenglyndi og heiðarleika.

Jón Ríkharðsson, 17.8.2010 kl. 18:53

5 Smámynd: Elle_

Jón, ég setti óvart inn vitlausan link, hann ætti að vera:
http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1084712/

Elle_, 17.8.2010 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband