Ósannindi viđskiptaráđherra í útrás.

Sérstćđur skilningur viđskiptaráđherra á sannleikanum hefur gert viđreisn um hinn stóra heim. Andfćtlingar okkar fengu ađ kynnast ţessari áráttu ráđherrans, ađ fara frjálslega međ sannleikann, fyrir nokkru síđan.

Ástralskur blađamađur átti viđ hann spjall og fékk ţau skilabođ frá ráđherranum ađ hann gćti ekki ímyndađ sér annađ en ađ einhverjir útrásarvíkingar fćru í fangelsi.

Eitthvađ hljóta ţessi ummćli ađ hafa pirrađ samráđherra hans, ţví eins og allir vita ţá eru ţeir mjög elskir ađ útrásarvíkingum og auđmönnum. Ţađ er leiđinlegt ađ vita af vinum sínum í fangelsi.

Ţá neitađi ráđherrann öllu og kvađ andfćtling hafa haft rangt eftir sér. Ţetta er reyndar gömul brella stjórnmálamanna í vandrćđum, eflaust hefur reyndur samstarfsráđherra hans bent honum á ţetta trikk.

Ástralinn var viđ öllu búinn, ţví brellan er jú alţjóđleg og flestir alvöru fjölmiđlamenn kunna einfalt og gott ráđ viđ trikkinu. Geyma upptökuna og spila hana til ađ rökstyđja sitt mál.

Ţađ má kannski segja ađ ţetta sé óttalegur tittlingaskítur, en ósjálfrátt fer mađur ađ efast um heilindi ráđherrans í ljósi liđinna atburđa.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband