Sunnudagur, 15. ágúst 2010
Steingrímur Joð í stjórnarandstöðu.
Mér var hugsað til gjörða "hinnar tæru vinstri stjórnar". Skilanefndir bankanna eru að þiggja gífurlegar upphæðir, margföld laun forsætisráðherra, Icesave vitleysan öll og svo mætti lengi telja.
Steingrímur Joð er nefnilega tvískiptur persónuleiki, ráðherrann og stjórnarandstæðingurinn.
Eins og allir vita þá vill Steingrímur Joð stjórnarandstæðingur alls ekki borga Icesave og þeim manni er nú aldeilis illa við að menn hafi mjög mikla peninga handa á milli.
Ef stjórnarandstæðingurinn Steingrímur Joð myndi horfa á athafnir þessarar ríkisstjórnar þá væru læknar tilbúnir með hjartastuðtæki hvern einasta dag niður á þingi og örugglega búnir að nota það oft á stjórnarandstæðinginn.
Svo þyrftu tæknimenn stöðugt að lagfæra míkrófóninn því hann væri orðinn raddlaus af öllum öskrunum.
Alveg er það makalaust hvað ráðherrastólar geta haft breytandi áhrif á menn.
Athugasemdir
Sæll Jón.Ég hef oft verið að velta því fyrir mér,þann háa kauptaxta,sem skilanefndir bankanna hafa.Hver ræður þetta áhveðna fólk?Hér er verkefni,sem margir hagfræði-viðskipta-og lögfræðinga vildu fá,ef greitt eru svona há laun fyrir.
Ef allt það fjármagn,sem rennur til alla þá aðila,sem eru skilanefndir,starfsfólk sértak saksóknara,og alla nefndir sem vinna að yfirfara og rannsaka hrunið,og þó ekki sé talað um alla þá lögfræðinga og endurskoðenda,sem fara með sérstök mál,sé tekið saman.Sú upphæð er sjálfsagt fleiri milljarðar.Sú upphæð leggst ofan á allt tapið.
Það á að fjarlæga ráðherrastólana úr Alþingi.Ráðherrar eru framkvæmdavaldið,en Alþingi er löggjafavaldið.Annars er það innra öfl flokkanna,sem ráða framgang þingmanna.Stjórnarandstæðu-þingmenn geta sagt allt,sem þeim sýnist í þingræðum sínum,en stjórnar-þingmenn er meinað að segja nokkuð,nema það,sem er sagt að segja.Þeir sem að svíkjast undan þeim merkjum og vilja fylgja samvisku sinni,eru taldir svikarar.
Þetta má sjá,þegar maður hlustar á ræður þingmanna.Þá verður maður yfirleitt sammála stjórnarandstöðunni.Sama hvaða flokkar eru í stjórn.
Ingvi Rúnar Einarsson, 16.8.2010 kl. 00:26
Já Ingvi, ég heyrði það áðan á ÍNN að skilanefndarmenn væru með fjörtíuþúsund á tímann, það er ágætis kaup.
Ég er sammála þér með að ráðherrar eiga ekki að sitja á þingi. En ég minnist þess ekki að hafa oft verið sammála vinstri flokkunum, ef það hefur þá nokkurn tíma verið. En þótt ég sé "innmúraður" sjálfstæðismaður, þá er ég nú ekki alltaf glaður með það sem þeir gera. Enda er víst enginn fullkominn, allavega hef ég engann hitt sem státar af þeim góða kosti.
Mér finnst bara vinstri stefnan vera þjóðhagslega óhagkvæm og satt að segja verið frekar illa við hana þót égkunni vel við marga sem hallast til vinstri.
Jón Ríkharðsson, 16.8.2010 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.