Hvað með andmæli Davíðs Oddsonar?

Langur tími er liðinn frá því að skýrsla rannsóknarnefndarinnar var gefin út.

Hluti af henni fjallar um verk Davíðs Oddsonar og þar fær hann heldur betur á baukinn.

En hann ritaði langt bréf þar sem hann kom með ágætlega rökstudd atriði máli sínu til stuðnings. Í rétarríki eiga öll sjónarmið að koma fram, en samt hefur rannsóknarnefndin látið hjá líða að fjalla um ofangreint andmælabréf, en margt er í því að finna.

Davíð kveður nefndina ekki hafa næga þekkingu á hlutverki Seðlabanka Íslands og nefnir mörg rök máli sínu til stuðnings.

Nú er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á Davíð og sitt sýnist hverjum. En þegar menn eru bornir þungum ásökunum, þá þurfa þær að vera vel rökstuddar. Ef andmæli koma frá þeim sem ásakanir þola, þá er undarlegt að ekkert skuli um þau fjallað.

Til að sannfæra mig um sannleiksgildi ásakana á hendur Davíð, þá þarf í það minnsta að segja að hann hafi rangt fyrir sér. Hægt er að nálgast andmælabréfið á netinu, einnig er hægt að lesa það í síðasta hefti Þjóðmála.

Eftir að hafa lesið andmælin, efast ég um að nefndin hafi unnið heimavinnuna nægilega vel og þegar engin málefnaleg gagnrýni kemur á andmælin, hlýt ég að hallast að því, að verk seðlabankastjórans fyrrverandi hafi ekki verið eins slæm og af er látið.

Það er slæmt í upplýstu nútíma þjóðfélagi, ef aðeins eitt sjónarmið er látið ráða og það tekið sem algildur sannleikur.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Rannsóknarnefndin virti ekki andmælarétt hvorki Davíðs Oddssonar né annarra sem nefndin sá ástæðu til að saka um vanrækslu. Formlega var þessu fólki gefið tækifæri til andsvara en andmælin voru ekki birt með skýrslu Rannsóknarnefndarinnar og ekkert gert með þau af hálfu nefndarinnar.  Það eitt og sér er þungur áfellisdómur yfir störfum og vinnubrögðum nefndarinnar.

Rannsóknarnefndin sakaði Davíð og aðra embættismenn um vanræksku á grundvelli vægast sagt vafasamrar lagatúlkunar og eftiráskýringa.

En það vantaði ekki að þeir háskólamenn sem nú halda hlífiskildi yfir Gylfa Magnússyni og mæra hann jafnvel (sumir þeirra stöfuðu raunar fyrir eða með rannsóknarnefndinni) lýstu strax miklu lofsorði yfir skýrslunni án þess að þeir hefðu haft tæknilega möguleika á að lesa hana.

Samantektin í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er góð um margt enda hafði nefndin aðgang að öllum hlutum. En niðurstaða nefndarinnar gagn vart embættismönnum og stráksleg framsetning og kjaftavaðalsstíll er nefndinni til lítils sóma.  

Síðan er það annar kapítuli að Atli Gíslason heldur málinu í gíslingu gagnvart ráðherrunum sem sátu í fyrir ríkisstjórn og stendur ekki við neina tímafresti eða eðlileg vinnubrögð. En það er ekki gagnrýnt.

Jón Magnússon, 20.8.2010 kl. 23:14

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála þér að öllu leiti nafni.

Þótt ég hafi eingöngu nefnt Davíð á nafn, þá veit að að það voru fleiri sem töldu sig hafa hlotið ósanngjarna málsmeðferð af hálfu nefndarinnar.

Það er sama hvaða stöðu menn gegna í samfélaginu, allir eiga rétt á því að um þeirra mál sé fjallað af sanngirni og hlutleysi.

Því miður fannst mér nefndin ekki hafa gætt þess, heldur of mikið hlaupið eftir stemmingunni í þjóðfélaginu.

Ef það reynist rétt, því enginn er sekur uns sekt er sönnuð, þá er það mikill áfellisdómur yfir nefndinni.

En samkvæmt því sem ég las í andmælum Davíðs, (ég verð að viðurkenna að fleiri andmæli hef ég ekki lesið) að þá voru málsvarnarúrræði þeirra sem sátu fyrir svörum hjá nefndinni afar rýr.

Jón Ríkharðsson, 20.8.2010 kl. 23:47

3 Smámynd: Halla Rut

Bara það eitt að Ingibjörg Sólrún sem hélt upplýsingum og fundum leyndum fyrir þáverandi bankamálaráðherra (ef svo má kalla Björgvin) hafi verið hvítþvegin segir mér að semjendur skýrslunnar hafi verið hlutdrægir enda var flokksfélagi hennar og vinkona ein af þeim.

Halla Rut , 21.8.2010 kl. 18:09

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er góður punktur hjá þér Halla Rut. Ég er hissa á því að ekki hafi verið meira um þetta fjallað í samfélaginu.

Raunverulega gekk Ingibjörg Sólrún inn í hlutverk viðskiptaráðherra án hans vitundar.

Ég veit ekki hvort þetta sé brot á stjórnsýslulögum, en þetta er allavega mjög sérstakt svo ekki sé meira sagt.

Þar sem hún greinilega starfaði sem viðskiptaráðherra, þá hlýtur hún að vera ábyrg fyrir sínum gjörðum þar.

Sama hvað rannsóknarnefndin segir.

Jón Ríkharðsson, 21.8.2010 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband