"Bölmóður víki fyrir bjartsýni."

Þetta var ansi lipurlega orðað hjá fjármálaráðherra "hinnar tæru vinstri stjórnar" í Frétablaðinu sl. mánudag. Hann er greinilega að skríða saman eftir þreytu þá er hann kvartaði yfir sl. vetur og kenndi hann þar um miklu vinnálagi í sínu starfi.

Fjármálaráðherrann virðist kominn í bjartsýnis ástand og engu líkara en að maðurinn svífi um á bleiku skýji, allt er orðið svo gott. Jafnvel þótt ekki sé enn búið að semja um Icesave. Öðruvísi mér áður brá.

"Engir, ekki einu sinni svartsýnustu heimsendaspámenn, geta borið á móti því að mikill árangur hefur náðst og við erum á réttri leið". Svo mörg voru þau orð.

Þá er ég, bjartsýnismaðurinn að breytast í mann sem er svartsýnni en svartsýnustu heimsendaspámenn, samkvæmt því sem hæstvirtur fjármálaráðherra ritar.

Það er hægt að taka undir það sjónarmið, að við lifum enn ofan við hungurmörk og margir hafa það nokkuð gott.

 Við eigum þrátt fyrir allt ágæta embættismenn sem möndla með fé fram og til baka, hagræða á ýmsum stöðum þannig að ástandið getur verið viðunandi og jafnvel nokkuð gott um hríð, en þetta er svikalogn.

"Hin tæra vinstri stjórn" gleymir einum mikilvægum þætti og það er tekjuöflun, ekki tekjuöflun með skattaálögum og lánum, heldur það að sækja nýtt fé til landsins.

Þau vilja ekki álver, gott og vel. En hvað á að gera til að fá fjármagn til landsins?

Vinstri menn hafa talað gegn álframleiðslu áratugum saman og talað um "eitthvað annað" sem á að koma í staðinn. En aldrei hafa þau haft dug í sér til að finna eitthvað annað.

Sprotafyrirtæki og nýsköpun, þau vilja leggja áheyrslu á það, en gleyma því, að mikil áhætta samfara miklum kostnaði fylgir slíkum fyrirtækjum. En það er engu að síður nauðsynlegt fyrir samfélagið.

Til þess að hægt sé að þróa hluti þá þarf peninga, þróun skilar engum tekjum. Það er ekki fyrr en þróunin hefur át sér stað og fyrirtækin eru fullsköpuð að tekjurnar fara að streyma.

Við þurfum að hlúa að öllum útflutningsgreinum og efla þær. Á ég þar við sjávarútveg, álframleiðslu og ferðamannaiðnað. Ekki með peningastyrkjum, heldur að þvælast ekki fyrir dugandi fólki.

En "hin tæra vinstri stjórn" hugsar nákvæmlega eins og útrásarvíkingarnir, taka lán og lán ofan í þeirri von að hlutirnir reddist einhvernvegin.

Þau grobba sig af betri stöðu ríkissjóðs, en hann er eins og  hið svonefnda tvöþúsund og sjö góðæri, tekinn að láni.

Það getur enginn reddað sér endalaust með lántökum af þeirri einföldu ástæðu að, það þarf víst að borga þau til baka, með fleiri seðlum heldur en teknir voru að láni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband