Eiga lífeyrissjóðir að vera í áhætturekstri?

Lífeyrissjóðir landsmanna hafa á undanförnum árum tekið þátt í afar vafasömum viðskiptum og tapað þar nokkru fé. Hver ætti að vera tilgangur lífeyrissjóða?

Því er auðsvarað, lífeyrissjóðir eiga að vera í öruggri ávöxtun og þeirra hlutverk er að tryggja öldruðum eigendum sínum lífeyri í ellinni auk þess að vera nokkurs konar samtrygging félagsmanna ef slys ber að höndum.

En að lífeyrissjóðir séu að taka þátt í rekstri fyrirtækja, það ætti ekki að vera þeirra hlutverk. Á síðustu misserum hafa nokkrir stjórnendur lífeyrissjóða ekki staðið undir væntingum. Þeir hafa verið verðlaunaðir með milljónum í starfslokagreiðslur. Þetta er óásættanlegt með öllu.

Lífeyrissjóðir eiga að búa yfir lágmarks mannskap sem á að borga eðlileg laun fyrir sína vinnu Ekki getur ábyrgð stjórnenda réttlætt há laun, því hún er lítil sem engin.

Það kallast varla að taka ábyrgð ef menn geta klúðrað sinni vinnu og fengið háár starfslokagreiðslur í staðinn, það kallast að axla ábyrgð annað hvort að, laga sín verk eða hætta án þess að fá nokkrar greiðslur í staðinn.

Fullvissa manna fyrir því að hafa há laun og örugga starfslokasamninga virkar sljóvgandi, menn vita að ekkert slæmt getur gerst. Það er óhætt að taka stórar áhættur því viðkomandi hefur engu að tapa. Við sjóðsfélagarnir fáum bara lægri greiðslur, en þeir hafa það alltaf jafngott.

Opinbert fé og peningar lífeyrissjóða eiga alls ekki að vera í áhætturekstri, mönnum hættir til að vera glannalegri með fé sem þeir eiga ekki sjálfir. 

Ef möguleiki er á að fyrirtæki geti lifað þrátt fyrir tímabundinn lausafjárvanda, þá er það vænlegri kostur að bjóða starfsmönnum að reka það og viðskiptabanki viðkomandi fyrirtækis ætti að sýna biðlund.

Ef reksturinn er vonlaus þá á að keyra það í þrot.

En ekki að hætta lífeyri landsmann í svona glannaskap.


mbl.is Kaup Framtakssjóðs á Vestia gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höfundur ókunnur

Þú segir að peningar lífeyrissjóða eigi ekki að vera í áhætturekstri; því miður fyrir þig, sá rekstur er ekki til.

Nú, í dag, er staðan nákvæmlega þannig að um 20% líkur eru á því að ríkið fer á hausinn á næstu 5 árum. Það felst í mati markaðarins, sem kaupir og selur í því sem kallast skuldatryggingum. Þær tryggingar eru einmitt á skuldarann (gegn gjaldþroti hans).

Þú getur ekki heldur sett pening inn á bankabók. Tryggingar á innistæðum gegn gjaldþroti banka eru í gegnum innistæðutryggingasjóð. Sá sjóður er uppurinn núna og gjaldþrota eftir Icesave. Alþingi hefur enn ekki sett í lög "að innistæður almennings eru tryggar", aðeins farið um þetta mál í fjölmiðlum. Ekkert er undirritað. Ef svo væri, þá væri samt sem áður 20% líkur á gjaldþroti bakhjarlsins, ríkinu sjálfu.

Það er ekki til neitt sem heitir áhættulaus ávöxtun hérlendis. Áhættulausasta ávöxtun er etv. að lána Landsvirkjun peninginn, þeir skila oftast nær hagnaði, en þeir sækjast bara eftir erlendum gjaldeyri þannig að það er tómt mál um að tala.

Þetta er bara staðan. Því miður fatta fæstir það.

Höfundur ókunnur, 7.9.2010 kl. 18:09

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Jón.

Það er skylda að þeir sem stjórna lífeyrissjóðunum,eiga leggja fé,til ávöxtunnar.En kaup þeirra á Vestia,þar sem nokkur fyrirtæki,sem öll eru í rekstrarerfiðleikum,mjög hæpin aðgerð til ávöxtunnar.

Samkeppnisaðilar þessara fyrirtækja eru óðir yfir þessu,sem er ekki nema eðlilegt.

Nú það er ætlunin að selja fyrirtækin,er þau eru komin með rekstrargrundvöll.Þá veltir maður því fyrir sér,hver kaupir.Mér dytti það helst í hug að þyskt fyrirtæki Bauhaus,sem hefur ætlað sér að koma á íslenskan markað,verði fyrst til að gera tilboð í Húsasmiðjuna.En það kemur í ljós síðar.

Ég hefði viljað að lífeyrissjóðirnir hefðu fest kaup á orku-og vatnfyrirtæki,sem Orkuveita Reykjavíkur er að sligast undan.

Ingvi Rúnar Einarsson, 7.9.2010 kl. 18:21

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Höfundur ókunnur, mér er það fulljóst eins og flestum að áhættulaus fjárfesting er ekki til né heldur áhættulaust líf. Strax við fæðingu byrjum við áhættusamt líf, svo verður bara Guð og lukkan að ráða hvernig fer. En til að þurfa ekki að skrifa heilar bækur til að útskýra sitt mál, þá hafa menn gripið til notkunar ýmissa hugtaka sem hafa oft aðra merkingu en virðist við fyrstu sýn. Það sem ég átti við var, að lífeyrissjóðir eiga að fara varlega og ekki leggja fé í fyrirtæki sem hafa sýnilega áhættu í för með sér, frekar að einbeita sér að fjárfestingum sem bera minni áhættu.

Ingvi minn, ég er þér sammála, það var einmitt þetta sem ég benti á, fyrirtæki sem eiga í rekstrarerfiðleikum eru hæpin fjárfestingakostur. Hugsanlegt er að orku og vatnsfyrirtæki geti haldið velli, þær afurðir virðast fara hækkandi þannig að það gæti vel verið athugandi fyrir lífeyrissjóðina.

Jón Ríkharðsson, 7.9.2010 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband