Norræn velferðarstjórn á Íslandi?

"Hin tæra vinstri stjórn" gaf það loforð fyrir kosningar að hér yrði mynduð Norræn velferðarstjórn.

Að ætla að byggja upp sambærilegt samfélag og tíðkast t.am. í Svíþjóð er ekkert annað en argasta sjálfsblekking.

Fyrir mörgum árum stofnuðu nokkrir grínsamir einstaklingar flokk sem nefndur var "Sólskinsflokkurinn", þau lofuðu sól allt árið. Allir vissu að það gengi ekki upp, en margir höfðu gaman af gríninu.

En vinstri flokkarnir eru ekki að grínast, þau halda í fúlustu alvöru að við getum gert það sama og Svíar og einnig trúa þau að íslendingar geti með tíð og tíma notið þess eins mikið og hin ágæta sænska þjóð að borga háa skatta.

En þau gleyma þeirri mikilvægu staðreynd að ástæða þess að frændur okkar í Svíaveldi borga sína skatta með bros á vör er fyrst og fremst sú, að fólk fær mikið til baka frá hinu opinbera. Hérna á Íslandi hafa stjórnmálamenn illa kunnað að fara með fé eins og dæmin sýna.

Einnig erum við það ungt lýðveldi að við höfum ekki efni á svona lúxus velferð eins og þeir í Svíþjóð. Reyndar er það svo að lítil endurnýjun fjármagns er í Svíþjóð, opinberi geirinn hefur vaxið meira en einkageiri og útflutningur. Það gengur ekki upp til lengdar.

Ástæða þess að nágrannaþjóðir okkar gátu leyft sér að hafa jafnaðarstefnu er náttúrulega sú að þær byggja á sterkari og eldri grunni en við. Hér á landi .þýðir ekkert að leyfa sér að hafa einhverja draumórastefnu, við þurfum að skapa verðmæti og vinna mikið til að geta hjálpað þeim sem minna mega sín.

Það fer að verða svolítið erfitt að hafa eintóma draumóramenn og sveimhuga við stjórnvölinn í landinu. Núna er fjármálaráðherra önnum kafin við að reyna að hækka skatta meira, hann heldur að svoleiðis föndur bjargi okkur út úr vandanum. Því miður er hin sára staðreynd sú að hann meinar ósköp vel kallanginn. Hann trúir þessu nefnilega sjálfur.

Það eina sem þessi ríkisstjórn hefur gert til að færast í áttina að Norrænu velferðarkerfi er að snarhækka skatta og auka flækju stigið. Það heitir reyndar ekki velferð heldur þvingandi ofbeldisaðgerðir.

Norræn alvöru velferðarstjórn í sinni tærustu mynd myndi einfaldlega setja þjóðina endanlega á hausinn. En vinstri menn hafa oftast verið fremur lítt hrifnir af hinum raunverulega heimi, enda getur verið þægilegra að lifa í draumheimum.

Þrátt fyrir þægindi draumheima, þá getur verið hættulegt að stjórna þaðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband