Föstudagur, 1. október 2010
Er Ísland að verða bananalýðveldi?
Oft hefur hugtakið "bananalýðveldi" heyrst hér á landi, en það hefur mest verið notað til að tjá óánægju með einhver atriði og sem röksemd í þvargi á þingi.
Við höfum til þessa, frá lýðveldisstofnun búið við ágætt stjórnarfar þrátt fyrir ýmis mistök sem gerð hafa verið, en flestum hefur liðið ágætlega hér á landi og búið við öryggi og frelsi.
Hreyfingin er skilgetið afkvæmi búsáhaldabyltingarinnar og var til hennar stofnað af fólki sem vildi breyta samfélaginu til hins betra. Ekki er hægt að ræða þeirra getu enn sem komið er, því flokkar ná ekki að sanna sig fyrr en þeir komast í ríkisstjórn.
Einn af þingmönnum Hreyfingarinnar talar um stjórnsýsluna með vandlætingasvip og bendir á það, að í öðrum löndum sé harðara tekið á málum. Ef svona hrun hefði gerst annars staðar þá væri væntanlega búið að kalla alla stjórnsýsluna til ábyrgðar og búið að ganga í gegn um tvær ef ekki fleiri kosningar, það er eðlilegt uppgjör að hans mati.
Þetta þjóðfélag sem hann talar um er væntanlega til í Draumheimum, en það fyrirfinnst ekki á þessari plánetu svo vitað sé.
Bloomberg fréttaveitan segir frá því, að Ísland sé eina landið sem hafi dregið stjórnmálamenn til ábyrgðar fyrir hrunið og Bloomberg veit ansi vel hvað er að gerast í ríkjum heimsins.
Enda dettur engum siðmenntuðum ríkjum að kæra stjórnmálamenn fyrir athafnir einkafyrirtækja.
Í Bandaríkjunum voru forsvarsmenn Enron dæmdir, þeirra gjörðir kostuðu Bandaríkin stórfé. Engum datt til hugar að dæma sitjandi ríkisstjórn fyrir glæpi Enron manna, enda er það fáránlegt.
Ef það á að vera ólögmætur gjörningur að geta ekki séð hvað kemur til með að gerast í náinni framtíð þá eru allir stjórnmálamenn bullandi sekir.
Það eru bara ráðstjórnaríki og kannski einhver bananalýðveldi sem haga sér með þessum hætti. Siðmenntuð lönd vita að gerendur í glæp hafa gerst sekir um refsivert athæfi en ekki eftirlitsaðilar.
Ef það á að kæra stjórnmálamenn fyrir afglöp í starfi og mistök þá hafa dómstólar lítinn tíma til að sinna öðrum verkum. Nær daglega berast fréttir af afglöpum núverandi ríkisstjórnar en sem betur fer detur engum í hug að kæra þau.
Hvað sem raular og tautar, þá getur skynsemisbrestur og heimska aldrei varðað við lög.
Athugasemdir
Ísland er lýðveldi og líka stærsti bananaframleeiðandi í Evrópu. Við erum ekkert að verða bananalýðveldi. Við höfum verið það í áratugi.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2010 kl. 16:23
Þetta er náttúrulega ekki alvitlaust hjá þér nafni, mér finnst bananalýðveldi dálítið sterkt til orða tekið, en mér er farið að detta þetta orð æ oftar í hug því lengur sem þessi ríkisstjórn er við völd.
Ég er sem sagt sammála þér að vissu leiti, en ekki öllu.
Jón Ríkharðsson, 1.10.2010 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.