"Að komast í gegn um þetta saman sem þjóð"

Lokaorð fármálaráðherra í viðtalinu voru þau að við "þyrftum að komast í gegn um þetta saman sem þjóð".

Það er alveg rétt hjá honum, en þá þurfum við alvöru ríkisstjórn. Hagfræðikenningar og talnaleikfimi vinstri sinnaðra háskólamanna duga ekki til að komast út úr kreppunni.

Það að setja fé í opinberar framkvæmdir dugar ekki heldur né það að hvetja fólk til framkvæmda.

Það að hreyfa sömu peningana á milli manna leysir ekki nokkurn vanda til frambúðar þótt það geti virkað ágætlega til mjög skamms tíma.

Það mikilvægasta á þessum tímum er að efla útflutning og laða inn erlent fjármagn.

En það skilur þessi ríkisstjórn ekki enda aldrei þurft að hafa mikið fyrir lífinu. Það er ósköp notalegt að fá launin sín alltaf á réttum tíma og vera alltaf öruggur með atvinnu, en fólk sem þekkir ekkert annað er óhæft til að reka samfélag.

"Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær" segir allt sem segja þarf.

Það eina sem þarf að gera er að byrja á því að lækka skatta og í framhaldinu leita að erlendum fjárfestum og á sama tíma styrkja stoðir útflutningsins. Engar aðrar leiðir duga, sama hvað vinir ráðherranna í hagfræðingastétt segja.

Þessi ríkisstjórn kemur seint til með að skapa tekjur fyrir samfélagið, þess vegna er hún algerlega gagnslaus og stórhættuleg samfélaginu öllu.


mbl.is Óánægja vegna skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Nóg er að fletta upp í bók eftir Karl Max (Das Kapital) til að sjá geðveikina í hagstjórn þessarar ríkisstjórnar (svo kallað allra tap). Skildi þetta vinsta lið ekki lesa bækur sinna hugmyndasmiða frekar en svokallaðir hægrimenn skræður sinna. Svo er annað, að nota gömlu visku þeirra Sovétmanna um hagstjórn eftir þeirra hörmungar í 70 ár er svo önnur geðveiki sem er ofar mínum skilningi.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 2.10.2010 kl. 22:00

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Guðmundur Ingi, það þýðir ekki að notast eingöngu við bækur því þær segja ekki allt.

Það er í þessu eins og öðru, heibrigð skynsemi sem virkar alltaf best.

En hún er víst af skornum skammti hjá allt of mörgum stjórnmálamönnum.

Jón Ríkharðsson, 2.10.2010 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband