Að hreykja sér af engu.

Forsætisráðherra hefur náð undraveðri leikni í því að hreykja sér af engu, það getur verið ágætis eyrnakonfekt fyrir suma en gagnast samfélaginu ekki á nokkurn hátt.

Ríkisstjórn sem stendur í vegi fyrir dugandi fólki ætti að skammast sín duglega.

Ragnheiður Elín Árnadóttir kom með sláandi frásögn af getuleysi ríkisstjórnarinnar.

Eins og þekkt er þá hafa stjórnarliðar beitt sér gegn hinum ýmsu tækifærum af óskiljanlegri hörku og notað fáránlegar röksemdir.

Álver fæst ekki byggt í Helguvík vegna þess að vinstri menn eru á móti álframleiðslu. Samt er það svo að í Straumsvík hafa verkamenn oftast mjög háan starfsaldur vegna góðra kjara sem þeir njóta ekki annars staðar. Einnig skapa álver góðar tekjur í formi skatta. Ekki veit ég hvað mælir gegn gagnaveri, kísilveri og sérhæfðu einkasjúkrahúsi, einhver fáránleg draumórarök býst ég við. Og ECA flugverkefnið, það er vegna þess að þeir eru í verkefnum tengdum stríðsrekstri.

Því miður er heimurinn ógurlega ófullkominn og meingallaður. Stríðsrekstur og vopnaframleiðsla hafa ákveðna vigt í hagkerfi heimsins. Ef menn vilja að sú vigt hverfi þá þarf eitthvað að koma í staðinn, einnig þarf þá að breyta heimsmyndinni eins og hún er. Það er fáum gefið eins og dæmin sanna.

Að sögn Ragnheiðar og enginn hefur enn mótmælt hennar rökum, þannig að ég trúi þeim, enda er þetta öndvegis kona, þá hefðu ofangreindar framkvæmdir nú þegar verið búnar að skapa 2710 störf, ef það hefði verið byrjað strax og árstekjur hins opinbera hefðu aukist um 16. ma. á næstu 2-3. árum.

Þetta sýnir fram á algert getuleysi í landsstjórn.

Jóhanna benti á að matsfyrirtæki væru farin að líta okkur jákvæðari augum, en það róar mig ekki mikið, vegna þess að þetta voru fyrirtækin sem veittu íslensku bönkunum hámarkseinkunn þegar þeir voru raunverulega að hruni komnir.

Staðreyndin er nefnilega sú að það eru ekki tölur á blaði og skoðanir útlendinga sem meta ástandið hvað best. Heldur er það framleiðslan sem sker úr um hvort við erum á réttri leið eða ekki.

Ef það eru ekki aukning á tekjustreymi nýrra peninga vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar, þá er enginn raunhæfur bati á ferðinni.

Það þýðir ekki að hugsa alltaf eins og útrásarvíkingarnir, að halda að allt sé í lagi ef maður getur fengið nóg af lánum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband