Hver þarf áfallahjálp?

Fyrir mann eins og mig sem dvalið hefur í verbúðum og horft upp á menn í annarlegu ástandi ganga berserksgang oftar en einu sinni, er skrítið að heyra af opinberum starfsmönnum þiggja áfallahjálp sökum þess að bugaður maður sem þurft hefur að þola hrokafullt viðmót af þeirra hálfu missti stjórn á skapi sínu. Ég tel að maðurinn sem bugaður er af vonleysi og kvíða þurfi frekar á áfallahjálp að halda en opinberir starfsmenn í tryggri vinnu.

En svona er hugarfar fólks á þessum undarlegu tímum, þeim er hjálpin veitt sem síst hana þurfa.

Starfsmenn umboðsmanns skuldara eru greinilega ekki starfi sínu vaxnir, þeim skortir alla þá næmni sem þarf, þegar átt er við bugaða einstaklinga. Ef vit hefði verið í viðkomandi starfsmanni sem reytti manninn svona til reiði þá hefði hann ekki gert mál úr því, að maðurinn hefði nýlega fengið vinnu, en fyrst svo var þá átti að hirða af honum þær krónur sem bættust við heimilisreksturinn hjá honum.

Ef viðkomandi starfsmaður hefði þann þroska til að bera sem nauðsynlegur er í svona starfi, hefði hann að sjálfsögðu óskað manninum til hamingju með starfið og leitað leiða til að maðurinn fengi tækifæri til að njóta þess að hafa örlítið fjárhagslegt svigrúm um stund. En illskan virðist slík um þessar mundir, að menn eru blóðmjólkaðir til hinsta dropa.

Ef einhver eðlileg hugsun er til í þessu kerfi ætti að vera ljóst, að enginn hefði tapað þótt forsemdum hefði ekki verið breytt þrátt fyrir nýfengið starf hins bugaða manns.  Það er þungt að vera án atvinnu mánuðum saman og vita ekki hvaða þrautir morgundagurinn býður upp á.

Þessi ríkisstjórn hefur slegið trausta skjaldborg utan um auðmenn þessa lands en reynt að ná öllu sem hægt er að ná frá almenningi þessa lands.

Þótt ekki sé æskilegt að missa svona stjórn á skapinu, þá er erfitt að dæma þennan mann fyrir það. Eftir að hafa þolað hrokafulla framkomu opinbers starfsmanns á svona augnabliki, þá getur verið erfitt hverjum manni að hafa taumhald á sínum tilfinningum.

Það þarf að kenna starfsmönnum Umboðsmanns skuldara að fylgja heilræðum Einars Ben sem hann setti fram í einræðum Starkaðar; "aðgát skal höfð í nærveru sálar".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Góður og réttlátur pistill.Það er ekki aðeins starfsmönnum sem þarf að kenna heilræði.

Ingvi Rúnar Einarsson, 18.10.2010 kl. 21:56

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Fljótfærni. Á að vera ekki aðeins starfsmönnum Umboðsmann skuldara..........

Ingvi Rúnar Einarsson, 18.10.2010 kl. 21:58

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Ingvi, vissulega þurfa allir að vera meðvitaðir um þetta góða heilræði Einars Ben., þá yrði heimurinn strax mun betri.

Jón Ríkharðsson, 18.10.2010 kl. 23:49

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta var réttlát reyði!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 19.10.2010 kl. 00:15

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér pistilinn, nafni. Á þessum vef birtist karlmannleg hugsun, ekki kveifarleg.

Jón Valur Jensson, 19.10.2010 kl. 01:53

6 identicon

Heill og sæll Jón; æfinlega - sem aðrir gestir þínir !

Drengilega; sem skynsamlega mælt, sem þín var von og vísa til, Jón Ríkharðsson.

Hafðu beztu þakkir; fyrir þessi tímabæru orð.

Með beztu byltingar kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason 19.10.2010 kl. 02:14

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur fyrir ykkar athugasemdir Eyjólfur, Jón Valur og Óskar Helgi.

Ég hef engu við þær að bæta, þið segið allt sem segja þarf, Óskar minn ég reyni að muna eftir að hringja í þig þeghar ég kem í land á sunnudag eða mánudag, ég er svo asskoti gleyminn oft á tíðum.

Jón Ríkharðsson, 19.10.2010 kl. 13:03

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Jón, þakka þér fyrir góða og þarfa grein. 

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.10.2010 kl. 13:18

9 Smámynd: Rauða Ljónið

Þakka frábæran pistil.
Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 19.10.2010 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband