Hvar er jafnréttið?

Dapurlegt var að lesa frétti um brottrekstur ungs manns úr starfi.

Sá einstaklingur sem um ræðir, var starfsmaður Netto í Mjódd, starf hans fólst í því að koma innkaupakerrum á sinn stað. Á föstudegi rak starfsmaðurinn óviljandi kerru í viðskiptavin verslunarinnar, sá lagði fram kvörtun sem varð til þess að sá sem um ræðir fékk tilkynningu um að hans starfskrafta væri ekki óskað, aðeins tíu mínútum áður en hann átti að mæta til starfa, mánudeginum eftir að hann rak kerruna óviljandi utan í viðskiptavininn.

Tekið var fram að umræddur starfsmaður væri þroskahamlaður. 

Að sögn föður mannsins brotnaði hann gjörsamlega niður, því honum hafði líkað vel í vinnunni. Það er alltaf sárt þegar fatlaðir brotna niður, því þeir eru svo varnarlausir og hjálparvana. Bágt á ég með aðskilja hvað fyrir viðskiptavini Netto vakti þegar hann kvartaði yfir viðkomandi starfsmanni.

Öllum ætti að vera það ljóst að þroskahamlaðir einstaklingar hafa oft verri stjórn á aðstæðum en þeir sem þykjast heilbrigðir á þessu sviði. Ræki þroskahamlaður maður kerru utan í mig myndi mér ekki detta til hugar að gera mál úr því og hvað þá að kvarta við hans yfirmann. Þetta góða fólk, sem þarf að lifa við ákveðna fötlun, á heimtingu á því að við sem teljum okkur státa af heilbrigði höfum skilning á þeirra takmörkunum.

Þeir sem ekki eru þroskahamlaðir hafa a.m.k. viku uppsagnarfrest. Ef eitthvað alvarlegt kemur upp á þá er rætt við starfsmanninn og stundum við stéttarfélag viðkomandi. En það er hringt í þann sem um ræðir aðeins tíu mínútum áður en hann átti að mæta í vinnuna. Hætt er við að heilbrigðu fólki þætti þetta slæm framkoma, á þá ekki að sýna þroskahömluðum sömu virðingu og hinum?

Í mínum huga snýst þetta fyrst og fremst um grundvallarmannréttindi sem allir eiga að fá að njóta.

Og flestir tel ég, ef vel er að gáð, stríða við þroskahömlum af einhverjum toga.

Birtingamynd hennar er missterk eftir einstaklingum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er dapurt,óheppinn að verslunarstjórinn í Netto í Grafarvogi var ekki við stjórnvölinn,hann er mannvinur. Ég skora á þá (ólíklegt að þeir lesi þetta) að ráða hann aftur,kanski þurftu þeir að bæta manneskjunni hreinsun á flík,en hvað með það.

Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2010 kl. 00:41

2 identicon

Fólk ætti að sameinast um það að sniðganga Nettó í Mjódd í eina viku ef hann verður ekki ráðinn aftur.

H. Valsson 24.10.2010 kl. 07:45

3 identicon

Það er til svo mikið af illa innrættu fólki sem þykir ekkert mál að vaða yfir allt og alla og sérstaklega þá sem eru minni máttar og geta ekki varið sig. Hvet alla sem versla við umrædda búð að hætta því, þar til að verslunarstjóranum hefur verið vikið úr starfi og fatlaði einstaklingurinn hefur verið endurráðinn

Rafn Haraldur Sigurðsson 24.10.2010 kl. 09:16

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Helga, Hörður og Rafn, ég þakka ykkur fyrir góð innlegg.

Fólk getur oft verið svo hugsunarlaust þegar þroskahamlaðir eiga í hlut, ég vona svo sannarlega að viðskiptavinurinn og verslunarstjórinn sjái að sér og biðji starfsmanninn fyrrverandi afsökunar. Auðmjúk afsökunarbeiðni getur gert mikið fyrir þann sem í hlut á.

Þroskahamlaðir einstaklingar þurfa mjög lítið til að hryggjast og gleðjast. Þetta eru fallegar sálir sem gefa frá sér meiri birtu heldur en við hin, einnig er sorg þeirra mun sárari en annarra.

Þjóðin ætti að sýna samstöðu í verki og standa með þeim sem ekki geta varið sig sjálfir. Mér þykir vænt um að sjá ofanritaðar athugasemdir, ég hef trú á því að mikill meirihluti þjóðarinnar stendur með fötluðum.

Jón Ríkharðsson, 24.10.2010 kl. 10:03

5 identicon

Sæl gott fólk. Ég rek eigin verslun innan Nettó og kannast aðeins við málið. Fáar verslanir hafa verið jafn duglegar við að ráða fatlað fólk og Netto, ekki gleyma því....

Nettó stóð sig svo vel að viðskiptavinum fannst nóg um á köflum skynjaði ég því þetta er jú þjónustufyrirtæki. Það eru takmörk fyrir því hve hátt hlutfall starfsmanna má vera þroskaskertur.

En körfustrákurinn stóð sig alltaf vel, það vantaði ekki og leiðinlegt að svona skyldi fara.  Þekkjandi Nettó stjórnendur þykist ég viss um að þeir hafi ekki ætlað að særa ei eða neinn með viljandi hætti en atvikið gerist á sama tíma og búðin er á hvolfi vegna breytinga.

Gylfi Gylfason 24.10.2010 kl. 12:12

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Gylfi og þakka þér fyrir þitt sjónarmið.

Vissulega særir enginn neinn vísvitandi, það er nokkuð ljóst. Það er þetta leiðinda tillitsleysi fólks sem þarf að skoða, hver fyrir sig.

Það þætti örugglega óásættanlegt og yrði tilefni til mikils fjölmiðlafárs ef einhverjum heilbrigðum starfsmanni yrði sagt upp með þessum hætti, hringt í hann tíu mínútum áður en hann ætti að mæta til starfa.

Sumum hættir til, í hugsunarleysi, að sýna andlega fötluðum minni virðingu en öðrum. 

Það er að mínu viti algerlega óásættanlegt því hver einn og einasti þegn í þessu landi, á skilið að njóta hámarksvirðingar.

Öll eigum við það sameiginlegt að hafa tilfinningar sem hægt er að særa og það er auðvelt að særa þroskahamlað fólk, því þau eru svo berskjölduð og einlæg.

Jón Ríkharðsson, 24.10.2010 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband