"Frekar þann versta en þann næstbesta".

Hugarfar Snæfríðar Íslandssólar virðist hafa heltekið borgarbúa í aðdraganda kosninga til borgarstjórnar sl. vor.

Stúlkan sú sagði að hún vildi frekar þann versta en þann næstbesta og alltof margir reykvíkingar gerðu þessi orð hennar að sínum er þeir kusu Jón Gnarr og Besta flokkinn. Það var ein alvitlausasta atkvæðanotkun sem nokkur maður hefur framkvæmt síðan kosningaréttur varð almennur hér á landi.

Í viðtölum hefur Jón Gnarr lýst því yfir að hann eigi í miklum erfiðleikum með einbeitningu og nú nýlega afsakaði hann sig með kækjaáráttu sem kennd er við einhvern Tourec ef ég man rétt.

Starf borgarstjóra er erfitt bæði og krefjandi, það hefur verið vitað lengi. Hvernig stóð þá á því að fólk sem telur sig hafa einhverja dómgreind til að bera kaus hann í þetta embætti?

Myndi einhverjum detta til hugar að leyfa skemmtilegum blindum manni að keyra rútu með hóp af fólki?

Það var í upphafi vitað að hann væri engan veginn maður til að valda starfinu og nú reynir hann að létta álaginu með því að óska eftir öðrum borgarstjóra. Þá höfum við tvo borgarstjóra á launum á sama tíma og þörf er á niðurskurði. Sennilega verður hinn borgarstjórinn látinn sjá um hefðbundin verk borgarstjóra meðan aðalborgarstjórinn sinnir því að spjalla við gesti og gangandi, jafnvel lætur hann einhver fyndin og mögulega óviðeigandi ummæli fylgja með.

Það verður áhugavert að heyra skoðanir útlendinga á málefnum Reykjavíkurborgar um þessar mundir.

Skyldi borgarstjórinn vera vel til þess fallinn að bæta ímynd Íslands með kjánalegum ummælum sínum og almennum fíflagangi? 

Það er ólíklegt. Ég hef samúð með öllum sem haldnir eru andlegum fötlunum af öllum toga en einstaklingur með ofvirkni og athyglisbrest getur ekki verið vel til þess fallinn að stýra borginni.

Eða er þetta kannski "hið nýja Ísland" sem boðið er uppá, allskonar fólk sem ekki hefur starfað í stjórnmálum kosið og þá er ekki spurt að verðleikum. Mætti ég þá biðja um hið gamla með stjórnmálamenn sem hafa mannlega breyskleika en verða sér ekki daglega til skammar með allavega fáránlegum uppátækjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Kækjaárátta er nefnd Tourette, ég þekki vel til þessarar áráttuhegðunar, barnið mitt er með hana.  Önnurhver manneskja í minni ætt er hana.  Ég er með athyglisbrest og áráttuhegðun....   Samt hef ég alið upp 6 börn, hefði kannski átt að gelda mig í gamla daga?  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.10.2010 kl. 01:41

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Jóna Kolbrún, ég vil biðja þig og aðra sem haldnir eru ofvirkni og athyglisbresti ásamt áráttuhegðun og kækjaáráttunni Tourette innilega afsökunar á þessum ummælum mínum.

Mér er það ljóst þegar ég hugsa málið að fólk með allskyns frávik getur staðið sig prýðilega. Það var kona með einhverfu sem náði því að verða prófessor ef ég man rétt. Winston Churchill náði langt og þó kvaðst hann hafa verið haldinn þunglyndi.

Ég bið fólk vinsamlegast að horfa framhjá þessum óviðeigandi ummælum varðandi ofangreind frávik, ég dreg þau hér með til baka, fullur iðrunar. Ég mun aldrei aftur blanda svona hlutum inn í umræðuna.

Eftir stendur aðeins sú skoðun mín að Jón Gnarr er ekki heppilegur borgarstjóri og væri það sennilega ekki þótt hann væri laus við ofvirkni, athyglisbrest og Tourette.

Jón Ríkharðsson, 25.10.2010 kl. 02:12

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Og Jóna Kolbrún, ég er þess fullviss um að þú hefur alið þín sex börn prýðilega upp, af skrifum þínum að dæma ertu bæði góð og réttsýn kona.

Jón Ríkharðsson, 25.10.2010 kl. 02:14

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð svör hjá þér, nafni minnm sanngjarn og réttsýnn ertu. Og velkominn í land!

En þarna hittirðu naglann á höfuðið með ummælum Snæfríðar Íslandssólar: "Frekar þann versta en þann næstbesta" – vel vel það á einmitt við um afstöðu svo margra að kjósa "Besta flokkinn"!

Jón Valur Jensson, 25.10.2010 kl. 08:37

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég er alveg hissa á þér Jón, eins og þú ert nú skynsamur, að þú skulir gefa eftir fyrir svona pólitískt rétthugsuðu blaðri eins og fram kemur hjá þessari Jónu. Hún segist hafa alið upp sex börn. Hvað kemur það málinu við? Og hver var að segja að það ætti að gelda hana? Hvaða fáráns rugl er þetta í manneskjunni! Og þú jánkar öllu blíðlega. Það er fólk af tegund Jónu sem er að gera út af við tjáningarfrelsið á Íslandi, en það versta er að sæmilega skynsamir menn þora ekki að standa upp í hárinu pólitískt rétthugsandi vandlæturum og kjánum af hennar tagi.

Vilhjálmur Eyþórsson, 25.10.2010 kl. 14:31

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Æ Vilhjálmur éttann sjálfur, hvað er að smá góðlátlegri gagnrýni?  Þú þarft ekki að fara á límingunum, þótt fólk af mínu tagi hafi málfrelsi... 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.10.2010 kl. 16:15

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vilhjálmur minn, þarna fórstu yfir strikið! Jóna Kolbrún er samherji okkar gegn ranglætinu.

Baráttukona, hreinskilin, lætur stjórnvöld heyra það, mikill vinur tjáningarfrelsis!

Jón Valur Jensson, 25.10.2010 kl. 17:49

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Vilhjálmur, ég er ekki að gefa neitt eftir varðandi mínar hugsjónir, ég er ennþá á móti því sem kallað er "pólitísk rétthugsun".

Það sem ég átti við var að í pistlinum mínum fólst óþarfa einföldun á mannlegu eðli, á því er ég að biðjast afsökunar á, því ég er lítt fyrir grunnhyggni gefinn.

Ofangreind frávik þurfa ekki að hamla einstaklingum þess að gera góða hluti. Ef karakterinn er sterkur frá náttúrunnar hendi þá getur fólki gengið alveg prýðilega þótt það hafi einhver frávik í líkingu við athyglisbrest osfrv.

Jón Gnarr er einfaldlega ekki nógu sterkur karakter í þetta embætti þótt ofvirkni hans og athyglisbrest sé ekki blandað þar inn í.

Sterkir einstaklingar hafa gert ótrúlegustu hluti þrátt fyrir að hafa verið haldnir andlegum eða líkamlegum fötlunum.

Þess vegna finnst mér villandi að dæma þá eftir þeirra frávikum, því það er ekkert annað en grunhyggni að mínu mati.

Einnig er mér hlýtt til Jónu Kolbrúnar, hún er einlæg í sinni baráttu, þótt okkar skoðanir séu að mörgu leiti ólíkar.

Jón Ríkharðsson, 25.10.2010 kl. 18:47

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef alltaf verið hægri manneskja og kaus ég Sjálfsstæðisflokkinn þar til í síðustu kosningum.  Ég get ekki hugsað mér að kjósa flokkinn í dag, vegna þess að það hafa engar raunverulegar breytingar verið gerðar í flokknum.  Sama fólkið, með sömu hagsmunina og tengslin við spillinguna.  Þingmenn sem hafa að mínu mati verið siðlausir, tekið þátt í allskonar vafasömum fjármálagjörningum og enginn segir af sér...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.10.2010 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband