Gjá milli þings og þjóðar.

Engum ætti að koma á óvart sú gjá sem skapast hefur á milli þings og þjóðar, sennilega hefur hún varað lengur en fólk almennt gerir sér grein fyrir.

Stjórnmálamenn hafa verið tregir til að upplýsa almenning um raunverulega stöðu mála.

Almenningur hefur verið ósköp sáttur ef hann hefur getað fengið einhverjar dúsur frá hendi ráðamanna, ef ríkjandi stjórn hefur ekki gefið dúsurnar þá hefur stjórnarandstaðan lofað þeim og jafnan svikið það um leið og hún hefur komist til valda.

En hvernig hafa dúsurnar sem gleðja almenning verið fjármagnaðar?

Að mestu leiti með lánum. Við höfum ekki haft efni á að reka samfélagið á þann hátt sem gert hefur verið. Utanríkisþjónustan er of stór og dýr fyrir svona smáríki, sama má segja um menntakerfið. Meðan önnur lönd láta sér nægja einn háskóla fyrir hverja milljón íbúa þá erum við með fjóra fyrir rúman fjórðung úr milljón. Það segir sig sjálft að þetta gengur ekki upp.

Neyslugleði þjóðarinnar er slík að við höfum hærri lífs standard en margar aðrar þjóðir, vegna þess að stjórnmálamenn hafa talið okkur trú um að við værum svo rík þjóð, þótt staðreyndin sé sú að af peningum höfum við aldrei verið tiltakanlega rík. Verðbólguþróun síðustu áratuga staðfestir það með óyggjandi hætti.

Þjóðfundur sem boðaður er ætti að fjalla um væntingar og getu þjóðarinnar til að standa undir sjálfri sér. Breytingar á stjórnaskrá eykur ekki getu okkar til að lifa á þann veg sem við höfum gert.

Við þurfum öll að standa saman, stjórnvöld, þing og almenningur, að því að byggja okkur upp, til þess að við getum talist þjóð meðal þjóða. Við þurfum að skera niður allan óþarfa kostnað og afleggja allt sem ekki er lífsnauðsynlegt, meðan við erum að byggja upp traustan grunn til framtíðar.

Vitanlega þarf að vera til góð heilbrigðisþjónusta og öryggisnet þeim til handa sem ekki geta séð sér farborða sökum andlegrar eða líkamlegrar fötlunar. En þar sem margar kynslóðir byggðust upp án þess að foreldrar fengu styrki frá ríkinu, þá er óhætt að leggja þá af, allavega fyrir fólk með tekjur fyrir ofan meðallag.

Það þarf að lækka skatta til að koma hjólum efnahagslífsins í gang því peningar eru betur komnir hjá einstaklingum en hinu opinbera. Fólk þarf að byggja sig upp fjárhagslega áður en það fer að veita sér ýmiskonar munað. Ef þetta verður framkvæmt þá verður almenningur lítið var við skert lífskjör, því með lægri sköttum hefur almenningur meira svigrúm og ríkið þarf að einbeita sér að lágmarka kostnaðinn við hið opinbera.

Það sem stjórnvöld þurfa að gera er að upplýsa almenning um tekjur og kostnað, hægt er að velta fyrir sér hvað okkur þykir nauðsynlegt og hvar er hægt að skera niður. Þannig eiga þjóðfundir að vera, fjalla um nauðsynleg málefni íðandi stundar og sameinast um raunverulega uppbyggingu.

Stjórnvöld eiga alls ekki að auka kostnað við sinn rekstur, sama hversu lítill hann er. Það má ekki á tímum sem þessum vera að stofna einhverskonar fjölmiðlastofnun fyrir lánsfé upp á fjörtíu milljónir. Það á ekki að bæta við störfum til að kyngreina stjórnsýslu osfrv.

Heldur þarf að greina og leysa grundvallarvandann sem er ekkert annað en skortur á fjármagni.

Við rekum ekki samfélag til lengdar fyrir lánsfé og ekki heldur með því að færa sömu seðlanna á milli hópa þjóðfélagsins.

Það þarf að spara fé þegar það er af skornum skammti og alls ekki ljúga því að fólki að við séum eða höfum verið rík þjóð í fjárhagslegum skilningi.

Við erum rík af góðum mannauði og náttúruauðlyndum, en sé þjóðarauðurinn ekki nýttur til verðmætasköpunar þá er hann einskisverður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góð grein hjá þér Jón, verðmætasköpun er það sem þarf til að koma okkur út úr kreppunni, þetta ættu stjórnendur landsins að vita. Það er ekki mikil verðmætasköpun af fjölmiðlastofu, kyngreinigarráði eða ofvöxnu utanríkisráðuneyti svo fátt eitt sé nefnt. Ekki er heldur mikil verðmætasköpun af því fé sem tekið er að láni til aðlögunarferlisins.

Það fer um mann hrollur þegar ráðherrar svara því til að atvinnuleysi megi minnka með því að fjölga störfum innan ríkisbáknsins. Hver er verðmætasköpunin við að fá fleiri blíantsnagara?

Gunnar Heiðarsson, 25.10.2010 kl. 20:32

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Góður pistill Jón.Hér er litlu við að bæta.Gunnar hefur rétt til síns mál,er hann minnist á fjölgun í ríkisbákninu.Sannlega mega margar ríkisstofnannir missa sig.Þar sem í mörgun tilfellum eru ráð og nefndir mörg um sama efni.

Það er leikið með tölum um atvinnuleysið.þegar ríkistjórnin telur minnkun atvinnuleysis,þar kemur ekki fram að fjölda manns eru farin úr landi,sem og margir eru að falla út af atvinnuleysisskrá þar sem að 3 ára mörkunum er náð,sem eru viðmiðun um að vera á atvinnuleysisskrá.

Ingvi Rúnar Einarsson, 25.10.2010 kl. 22:25

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær pistill, ég er sammála ykkur öllum :) 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.10.2010 kl. 23:43

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég þakka ykkur öllum fyrir innlitið, ég er núna kominn út á sjó og þá verð ég oft hálf andlaus, en ég er sammála ykkur öllum.

Við, almenningur þessa lands, þurfum að taka frumkvæðið og koma með lausnir. Og við megum ekki gefast upp því krafturinn og seiglan sem við fengum í land frá forfeðrum okkar er dýrmæt auðlynd.

Nýtum hann saman og þá eru okkur allir vegir færir.

Jón Ríkharðsson, 26.10.2010 kl. 01:16

5 Smámynd: Elle_

Ég er líka sammála ykkur.  Hvað þarf til að eyðandi stjórnvöld skilji að hætta verður að eyða í allt það sem við þurfum ekki?  Og þó löngu fyrr hefði verið.  Liggur það ekki í hlutarins eðli? 

Hafið þið líka tekið eftir öllum fáránlegu glæsihöllunum undir alla tómu bankana og tómu okurbúðirnar sem 300 þúsund manna þjóð þarf alls ekki? Fyrst eftir að ég kom aftur að utan eftir langa fjarvist, ætlaði ég ekki að trúa þessari skömm.  

Og hver á að borga eyðsluna þeirra í ekkert og óþarfa eins og fáráðsumsóknina?  Væntanlega börnin okkar og svo er þeim líka ætlað ICESAVE.  Við ættlum alls ekki að líða það lengur að stjórnvöld skattpíni okkur og fari svo með peningana okkar eins og rusl og kasti þeim á glæ í óþarfa. 

Elle_, 26.10.2010 kl. 11:08

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það var leiðinda veltingur þegar ég ritaði athugasemdina fyrir ofan, ég átti að sjálfsögðu við kraftinn og seigluna sem við fengum í arf en ekki í land.

Elle, þaka þér fyrir þitt innlegg, tek undir hvert einasta orð.

Jón Ríkharðsson, 26.10.2010 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband