Eru kjósendur fífl?

Þessari klassísku spurningu hefur oft verið varpað fram og æðimisjöfn eru oft svörin. En óhætt er að segja með nokkurri vissu að þeir sem kusu Besta flokkinn í vor hafi verið fífl, í það minnsta á því augnabliki sem staldrað var við í kjörklefanum.

Öll eigum við einhverja stundir í lífinu sem við erum fífl, en það er ágætt að læra af fíflaskapnum og reyna að halda honum í skefjum til þess að lágmarka skaðann.

Nú hefur borgarstjórinn sýnt það og sannað að sem stjórnmálamaður er hann sá vanhæfasti frá upphafi. Þótt ýmsir stjórnmálamenn hafi reynst vanhæfir, þá eru þeir allir sterkir leiðtogar og öflugir stjórnmálamenn við hlið núverandi borgarstjóra.

Enda er hann háðfugl sem gerir grín að lífinu og reynir að hafa samborgara sína að fíflum. Það tókst honum svo sannarlega í sl. borgarstjórnarkosningum. En sennilega ber hann af varðandi heiðarleik og þá er enn verra að átta sig á þeim atkvæðum sem hann hlaut.

Hann ætlaði að fá sér þægilega innivinnu og koma vinum sínum í góð störf, þessu lofaði hann í aðdragandi kosninganna. Hann hefur ekki svikið neitt, hann sagðist einnig ekkert vit hafa á pólitík.

Gott og vel, ef maður býður sig fram segjandi það að hann hafi ekkert vit á pólitík og takmarkaðan áhuga, vill einungis koma sér í örugga vinnu, því harkið á listabrautinni er svo þreytandi og verður kosinn út á það, þá getur ekki skynsemi hafa ráðið för þegar honum voru greidd atkvæði.

Ef einhver vil koma fram með nýtt framboð, þá þarf viðkomandi að hafa raunhæfar lausnir á helstu málaflokkum, hvernig á að skapa tekjur til að hægt sé að standa undir kostnaði osfrv. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa.

Og ef fólk hefur gaman af gríni, þá er til fullt af góðum grínmyndum sem hægt er að skemmta sér yfir, einnig er hægt að sjá gamanleiki í leikhúsum osfrv.

En milljón á mánuði fyrir það að spauga og fremja listgjörninga, undarlegt er að Bandalag listamana hafi ekki gert athugasemdir við það, því þetta er dýrasti styrkur til listamanns sem sögur fara af hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Gott innlegg nafni.

Sigurður I B Guðmundsson, 4.11.2010 kl. 13:19

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur Sigurðunum báðum fyrir innlitið, þetta er vissulega athyglisvert myndband sem ætti að vekja fólk til umhugsunar.

Jón Ríkharðsson, 4.11.2010 kl. 15:00

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ef marka má ofangreint röfl blogghöfundar, þá voru kjósendur í vonlausri stöðu í kjörklefanum í vor - fífl sama hvað þeir kusu...

En kannski smellhittir hann einmitt nagalnn á hausinn, maður hefur náttúrlega verið algjört fífl að taka þátt í kosningum og öðrum þeim þeim fíflaskap sem tengist hinum ótrúlegu trúðslátum og fíflagangi sem kallast "íslensk stjórnmál". Djöfulsins fífl er maður að hafa ekki áttað sig á þessu og tekið þátt í fíflaskapnum árum saman...!

Þá er bara ein leið til að vera ekki fífl og það er að hundsa fíflaganginn algerlega.

Haraldur Rafn Ingvason, 4.11.2010 kl. 15:11

5 Smámynd: Grefill

Ég mótmæli því að ég sé fífl. Ég er asni.

Grefill, 4.11.2010 kl. 16:05

6 Smámynd: Gunnar Waage

Ég tek undir þennan pistil, ég var búsettur í Kópavogi þegar kosið var en hefði aldrei kosið Besta Flokkinn. Ég verð þó að viðurkenna að ég hélt kannski að þetta fólk myndi sýna af sér meiri tilþrif í starfi en raun ber vitni.

Hanna Birna hafði þetta undir góðri stjórn og hefði ég viljað sjá hana áfram við völd í borginni. Þetta er því sorgleg niðurstaða.

Gunnar Waage, 4.11.2010 kl. 16:08

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég þakka ykkur innlitin Haraldur Rafn, Grefill og Gunnar Waage, ég hef litlu við þau að bæta.

En að Grefillinn sjálfur, einn af mínum uppáhaldsmönnum bloggheima sé mættur aftur, það gleður mig mjög. Aldrei hef ég haldið því fram að þú sért fífl heldur ertu náttúrulega asni og það eru góðar skepnur sem mjög eru vanmetnar.

Jón Ríkharðsson, 4.11.2010 kl. 16:16

8 Smámynd: Einar Gíslason

Þú hittir naglann á höfuðið. Ég tek undir þennan pistil. Vonandi hafa margir vaknað við vondan draum og kjósa betur næst.

Einar Gíslason, 15.11.2010 kl. 05:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband