Fimmtudagur, 4. nóvember 2010
Hvar er skjaldborgin?
Ef einhver heldur að kosningaloforðin varðandi skjalborgina frægu hafa verið svikin, þá er það misskilningur. Ríkisstjórnin hefur svo sannarlega slegið upp myndarlegri skjaldborg fjármagnseigendum til handa.
Mér datt Húsasmiðjan í hug, en það hefur verið brothætt fyrirtæki um hríð. Hvers vegna er henni haldið á lífi?
Getur það verið vegna þess að hún leigir helling af húsnæði undir starfsemi sína? Það eru náttúrulega bankarnir sem eiga flest þau húsnæði sem Húsasmiðjan leigir. Bankarnir yrðu af miklum tekjum ef fyrirtækið yrði látið falla og bankarnir meiga ekki tapa neinu.
Sökum aukningar líkamsþyngdar landsmanna hafa stjórnaherrar sennilega talið almenning hafa breiðustu bökin, það eru margir orðnir svo fjandi breiðir um þessar mundir. Grunnhyggni vinstri manna er vel þekkt, þau heyra um það að best sé að láta breiðu bökin bera byrðarnar og þau setja það vitanlega í samhengi við breið bök.
Það hefði verið mögulegt að afskrifa t.a.m. tutugu prósent af húsnæðislánum almennings í upphafi þegar lánasöfn hina föllnu banka voru keypt með fjörtíu til fimmtíu prósent afföllum. Þótt bankarnir hefðu aðeins þurft að minnka sínar arðsemiskröfur, þá hefði fólki liðið betur og margir andað léttar.
Ef þau halda áfram að þétta skjaldborgina utan um fjármálamenn, þá verður þetta afar einsleitt samfélag sem stenst illa til lengdar.
Þjóðfélag sem samanstendur af auðmönnum með dautt fjármagn í höndunum ásamt slatta af öryrkjum og gamalmennum, því þeir sem geta unnið neyðast til að flýja land, það er allavega ekki góð framtíðarsýn.
Athugasemdir
skjaldborgina utan um fjármálamenn
Rétt er það
Allar innstæður tryggðar við hrun
Það var verið að tryggja peninga 10% þjóðarinnar
90% af þjóðinni átti ekki neitt
en hún á að borga fyrir þetta
Hvað er þetta annað en snilld
og lýðurinn ráfar um eins og heilalausir uppvakningar og lætur þetta yfir sig ganga
kveðja
Æsir 4.11.2010 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.