Fimmtudagur, 4. nóvember 2010
Endurskoða þarf verðtrygginguna.
Verðtryggingin er að sliga almenning í landinu. Það hlýtur að teljast hálfundarlegt að húsnæðislán hækki þegar skattaglöðum fjármálaráðherra dettur í hug að öngla saman nokkrum aurum með því að hækka áfengisgjald svo dæmi sé tekið.
Þótt forsvarsmenn lífeyrissjóðanna væli eins og stungnir grísir ef einhverjum dettur í hug að hreyfa við verðtryggingunni, þá verða þeir að læra að hugsa til framtíðar, en ekki alltaf að hámarka hagnaðinn hverju sinni.
Það er ekkert réttlæti í því að láta lántakandann bera alla áhættuna. Lánveitandi ber enga áhættu, því ef lántaki getur ekki borgað þá hefur lánveitandi tryggt sig með öruggum veðum. Ef verðbólgan ríkur upp, þá eru þeir tryggðir fyrir því.
Sá sem tekur lánið þarf að bera alla hugsanlega áhættu sem af láninu hlýst, varla getur það talist sanngjarnt í frjálsu hagkerfi.
Það er engum til góðs ef hópur fólks tapar sínum eignum, sá kostnaður kemur fyrr eða síðar niður á ríkinu. Til að örva atvinnulíf í landinu þarf að vera hægt að fá lán á hagstæðum vöxtum, öðruvísi verður allt efnahagslífið gaddfreðið. Þótt ríkisstjórnin hafi stuðlað að útflutningi á atvinnuleysi, þá eru takmörk fyrir því hve mikið sú útflutningstarfsemi getur borið. Einnig væri betra fyrir íslenskt samfélag að fá skattanna heldur en að leyfa frændum okkar í Noregi að njóta þeirra.
Fyrsta skref til framfara hlýtur að vera aðgengi að fjármagni. Það er fyrsta skrefið í endurreisninni en ekki stjórnlagaþing sem kostar stórfé eða handtaka fyrrum bankastjóra þótt forsætisráðherrann hæstvirtur vilji meina það.
Athugasemdir
Verðtryggingin er bara snilld
Enn í dag er fullt af heilalausu fólki sem hana styður
Það kætir Fjármagnseigendur
að skrfa undir verðtryggt tryggir gjaldþrot og tryggir áframhaldandi verðtryggingu
þar sem bara skuldarinn tekur áhættuna af þeim viðskiftum og viðheldur kerfinu
kerfið verður til meðan það er til fólk sem skrifar undir það
ekkert hægt að gera þetta er vitfirrtur heimur
kveðja
Æsir 4.11.2010 kl. 22:17
Ég þakka þér fyrir Æsir, þetta eru góðir punktar hjá þér.
Heimur sem af viti er fyrrtur þarf af visku að fyllast.
Það gerist með opnum samskiptum og yfirveguðum samræðum.
Dropinn holar steininn með því að falla oft og með því að halda áfram að ræða saman þá færumst við nær sannleikanum með degi hverjum.
Jón Ríkharðsson, 4.11.2010 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.