Fimmtudagur, 4. nóvember 2010
Einn stóran lífeyrissjóð fyrir alla.
Á tímum hagræðingar í hverskyns rekstri væri gott að íhuga möguleikann á því að fækka lífeyrissjóðum og enda uppi með einn sjóð fyrir alla landsmenn.
Höfuðkosturinn við það er óhjákvæmilega sá að mikið myndi sparast í yfirstjórninni.
Á umliðnum árum hafa lífeyrissjóðir verið misvel reknir og margir tapað miklu fé sökum óábyrgrar og klaufalegrar fjárfestingarstefnu. Landsmenn eiga heimtingu á því að þeir sem fara með þeirra lífeyri hagi sér með ábyrgum hætti og lágmarki alla áhættu.
Það að verkalýðsfélögin haldi utan um lífeyrissjóðina er alls ekki gott. Forystumenn verkalýðsfélaga eiga að halda sjónarmiðum þeirra umbjóðenda á lofti.
Það hlýtur að flækja málin umtalsvert þegar verkalýðsforkólfar eru farnir að stjórna atvinnufyrirtækjum umbjóðenda sinna.
Einn stór lífeyrissjóður ætti ekki að standa í rekstri fyrirtækja. En vissulega væri í lagi að ávaxta hluta sjóðsins í arðbærum atvinnurekstri, verkalýðsfélög kæmu þar hvergi nærri.
Stjórn sjóðsins yrði kosinn með lýðræðislegum hætti til einhverra ára og það væri á hennar höndum að ráða framkvæmdastjóra og hann í framhaldi myndi ráða starfsmenn. Það yrði auðveldara að hafa yfirsýn yfir einn stóran sjóð heldur en marga smærri.
Athugasemdir
Auðvitað á að vera einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn, en sérhagsmunaklíkan mun aldrei samþykkja það...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.11.2010 kl. 00:51
Þess vegna þurfum við Jóna Kolbrún, alþýða landsins að berjast saman.
Við þurfum að notast við áhrifaríkustu vopn siðmenntaðra þjóða, en það er lipur tunga sem og beittur penni.
Ef við losum okkur við reiðina og beitum skynsemi í staðinn, þá eru okkur allir vegir færir.
Jón Ríkharðsson, 5.11.2010 kl. 01:09
Bara það hvernig stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa breytt þeim í vogunarsjóði sem standa í áhættufjárfestingum, er glæpsamlegt. Þetta getur varla verið löglegt, og ef það er löglegt þá er það siðlaust...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.11.2010 kl. 01:25
Ég er innilega sammála þér þarna, lífeyrissjóðir ættu að lágmarka sína áhættu eins mikið og hægt er.
Ekki veit ég hvort þetta er allt saman löglegt hjá þeim, Jóhann vinur minn Páll er að vinna í málum Gildis, vonandi verða feliri skoðaðir.
Mig grunar að ekki hafi allar þeirra athafnir á umliðnum árum verið í samræðmi við lög, en það er bara grunur hjá mér, reyndar talsvert áleitinn.
Jón Ríkharðsson, 5.11.2010 kl. 01:33
Ég hef lengi talað fyrir því að fram fari UPPSTOKKUN á Lífeyrissjóðakerfinu, því það er HANDÓNÝTT EINS OG ÞAÐ ER OG KOMIÐ AF FÓTUM FRAM. Ekki dugir það eitt sér að sameina Lífeyrissjóðina og svo er gjörsamlega óþolandi að STÓR HLUTI AF LÍFEYRISGREIÐSLUM hins almenna félagsmanns FARI Í AÐ GREIÐA FYRIR YFIRBYGGINGU OG REKSTUR SJÓÐANNA og svo þarf hann einnig að greiða "TAP" sjóðsins vegna misgáfulegra fjárfestinga hans. Eru ekki einhver lög sem sjóðurinn þarf að fara eftir sem vernda félagsmenn fyrir misvitrum stjórnendum????
Jóhann Elíasson, 5.11.2010 kl. 08:04
Ég býst við að það þurfi að bæta löggjöfina Jóhann.
Ég er sammála þér að öllu leiti, við sem stritum hér á landi og greiðum í lífeyrissjóði eigum heimtingu á því, að misvitrir stjórnendur séu ekki að bruðla með okkar fé.
Það er í lagi að menn hafi þokkaleg laun fyrir að starfa við lífeyrismálin okkar, en launin sem sumir hafa í þessum geira eru úr öllu samhengi, sem og starfslokasamningar sumra þeirra.
Jón Ríkharðsson, 5.11.2010 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.