Föstudagur, 5. nóvember 2010
Sjötíu og fimm milljarðar!!!
Þar sem ég hef löngum verið hrifinn af konum og unað glaður í þeirra návist, langar mig til að fá lánaða hjá þeim góða setningu sem lýsir tilfinningum mínum þegar ég sá þessar tölur: "ó mæ god!!.
Þetta hljómar betur en það hrjúfa málfar sem ég hef tamið mér að nota þegar ég finn til hneykslunar og reiði.
Í marsmánuði árið 2009, tímasetningin getur verið ónákvæm, en hún er ekki aðalatriðið, heldur þau afglöp sem hæstvirtur fjármálaráðherra framdi þegar hann sendi vini sína tvo, sem komnir eru á gamalsaldur til að semja um Icesave, en þá lofaði hann í viðtali að þeir myndu "landa stórkostlegum samningi".
Núna hefur ríkisstjórnin víst komist að þeirri niðurstöðu að hægt væri núna að ná samningum sem myndu minnka kostnaðinn um sjötíu og fimm milljarða.
Svo mikið hefur verið rætt og ritað um Icesave að ekki er ætlun mín að gera það að umtalsefni núna, heldur er það hin meinta vanhæfni og sjálfumgleði "hinnar tæru vinstri stjórnar".
Guði sé lof að komið var í veg fyrir undirritun samningsins á sínum tíma, þökk sé stjórnarandstöðunni.
"Ó mæ god", svo hótar forsætisráðherrann því að sitja út kjörtímabilið. Þetta er reyndar ekki illa meint af hennar hálfu, því hún, eins og samráðherrar hennar, trúa því að þau séu að gera rétt.
Einn góðvinur minn úr stjórnmálastétt sagði mér að þetta væri óskaplega erfitt fólk að fást við. Í pólitík eru átök eðlileg og fólk skiptist í hópa eftir skoðunum og stefnum.
En þessi ágæti maður, sem mikla reynslu hefur af þingstörfum, sagðist aldrei áður hafa þurft að takast á við svona "greindarskert fólk" á þingi eins og nú. Yfirgripsmikil vanþekking á efnahagsmálum er svo mikil hjá hæstvirtum forsætisráðherra og of mikið sjálfstraust miðað við getu, að ómögulegt er að ræða eitthvað af viti við kerlingarangann.
Jesús Kristur gefur víst ekki kost á sér til pólitískra starfa, þannig að ómögulegt er að fá gallalausan einstakling á þing. En það má þó segja sjálfstæðismönnum til hróss að þeir gera sér grein fyrir því að það þarf peninga til að reka þjóðfélagið. Hæstvirt ríkisstjórn virðist halda að lán dugi til, það er svona tvöþúsund og sjöþankagangur hjá þeim.
Við þurfum alvöru ríkisstjórn sem er tilbúin til þess að leyfa atvinnulífinu að blómstra.
Þær jákvæðu breytingar sem gortað er af eru að mestu leiti fengnar að láni. Það sjá það vitanlega allir, sem ekki eru blindaðir af draumórum vinstri stefnunnar, að það þarf nýt fé inn í landið í formi fjárfestinga í framleiðslu.
Íslenska hagkerfið er nefnilega að stærstum hluta framleiðsludrifið þótt vinstri menn átti sig seint á því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.