Undarleg þráhyggja hjá aldraðri konu.

Jóhanna Sigurðardóttir á nú stutt í þann áfanga að komast á áttræðisaldur. Í rúma þrjá áratugi hefur hún setið á þingi og oft staðið í ströngu. Erfitt er að sjá hversu miklum árangri hennar störf hafa skilað, hún kom á fót húsbréfakerfi sem entist ekki lengi og píndi sveitarfélög til þess að byggja húsnæði, sem enginn þörf var fyrir.

Hún hefur verið þekkt fyrir vænisýki og þrjósku í gegn um tíðina og oftast haft allt á hornum sér.

Ekki skal það dregið í efa að kerlingaræfillinn sé vel meinandi, en æði hefur hún verið mistæk í sínum störfum.

Hún vildi breyta vinnubrögðum bankastjóra árið 1998. Þegar hún hafði náð að fá bankastjóra Landsbankans burt úr bankanum, þá varð hún södd. Jafnvel þótt talið hafi verið að sambærileg vinnubrögð hefðu verið viðhöfð í Búnaðarbankanum. 

Svo á tímum útrásarinnar þegar auðmenn voru mjög í tísku hjá Samfylkingunni, þá lét hún lítið fyrir sér fara. Ekki er vitað til þess að hún hafi mótmælt því að fulltrúum auðmannastéttarinnar hafi verið boðið að taka þátt í landsfundum flokksins. En eflaust hefur hún ekki farið varhluta af "tvöþúsund og sjö gírnum" fræga, hún er jú hluti af hinni tískumeðvituðu Samfylkingu.

Núna er hún í miklum vandræðum við erfið verkefni, smölun katta er afskaplega krefjandi starf.

Skynsamlegast væri fyrir hana að hætta þessu brölti, það er engum til gagns og allra síst henni sjálfri. Hún hefur væntanlega unnið sér inn ágætis eftirlaun sem hún getur notað þau ár sem hún á eftir ólifuð, ég vona fyrir hennar hönd og hennar ættingja, að þau verði mörg.

Kannski getur einhver góður sálfræðingur hjálpað kerlingaræflinum með þessa þráhyggju?

Sá einstaklingur yrði verður þess, að skreppa til Bessastaðabóndans, til að þiggja Fálkaorðu að launum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það ætti að reka hana eins og aðra starfsmenn sem verða 67 ára. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.11.2010 kl. 02:18

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ef það væri nú hægt Jóna mín Kolbrún, þá værum við í betri málum.

Jón Ríkharðsson, 7.11.2010 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband