Auka þarf atvinnu og lækka skatta.

Hvernig stendur á því að tvær einfaldar staðreyndir ná ekki eyrum stjórnarherranna um þessar mundir?

Tvö góð skref til endurreisnar eru einfaldlega að auka atvinnu og lækka skatta. Það þarf að liðka fyrir erlendum fjárfestingum til álframleiðslu og snarauka fiskveiðikvóta svo um munar. Í framhaldinu er hægt að lækka skatta, lágmarksskattar eru góð leið til að auka almenna velsæld hér á landi.

Vitað er að vinstri mönnum líkar ákaflega illa við skattalækkanir, en þeir verða seint taldir glöggir samfélagsrýnar.

Þensla getur bæði verið í einkageiranum og hinum opinbera.

Ef hið opinbera þenst út, þá er hættan sú að opinberu fé verði veitt í gæluverkefni sem gleðja vinstri menn, en eru þjóðinni til lítils gagns. Aukin eyðslugleði ráðamanna kallar á frekari skattahækkanir, allt þar til skatttekjur fara að lækka. Á vissum tímapunkti minnkar hvatinn til verðmætasköpunar þegar skattar eru orðnir of háir.

Margir vinstri menn afneita þessari staðreynd, en það eru menn sem þekkja betur til talnaleikfimi en mannlegs eðlis.

Maðurinn er langt frá því að vera auðtaminn skepna. Fólk hefur löngun til að ráða yfir sínum fjármunum að mestu leiti og ef það þrengir að á því sviði, þá bólgnar neðanjarðarhagkerfið út.

En ef einkageirinn þenst út, þá skapast almennari hagsæld sem kemur til vegna aukinnar verðmætasköpunar. Einnig líður fólki margfalt betur með bólgna buddu en tóma. 

Svo má ekki gleyma þeirri staðreynd, að hver einasta króna leitar á endanum í ríkiskassann, hvort sem skattar eru háir eða lágir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vil frekar sjá Kálver en Álver.  Ég held að kálver gæti skilað miklu fleiri störfum og sparað helling af gjaldeyri...  Það er ekki eins og álverin hafi skilað miklu í sköttum hérna á Íslandi, ágóðinn er allur fluttur úr landi...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.11.2010 kl. 02:11

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Jóna Kolbrúnn ekki er ég alveg sammála þér í þessu máli.

"Kálver" þýðir væntanlega grænmetisframleiðsla.

Það er hæpið að við getum skapað miklar útflutningstekjur með grænmetisframleiðslu, önnur lönd eru orðin rótgróin á þessum markaði.

Hagnaður álvera fer vitanlega til eigenda sinna sem eru erlendir. En þau eru í hópi stærstu skattgreiðenda landsins, mig minnir að þau séu í fjórum af efstu sætunum, alla vega mjög ofarlega.

Ef fólk vill ekki álver, þá þarf að finna eitthvað sem hefur jafn örugga tekjuöflun í för með sér og skapar jafnmörg störf.

Jón Ríkharðsson, 7.11.2010 kl. 12:23

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Hærri laun skapa meiri ráðstöfunarfé.Meira ráðstöfunarfé skapa meiri eyðslu.Meiri eyðsla skapar meiri vinnu.Meiri vinna skapar meiri skatta.Meiri skattar skapa hærri fjárlög.Hærri fjárlög skapa meiri velmögun.Meiri velmögun skapar betri líðan.Betri líðan skapar meiri von.Meiri von skapar fleiri framtíðaráform.Fleiri framtíðaráform skapa.....

Svona getum við haldið áfram,skattar enda alltaf í ríkiskassanum.En staðreyndin er sú að neysluskattar eru þeir skattar,sem velta umfangi þróunnar í formi rekstrarumsvifum fyrirtækja.Og þá meiri atvinnusköpun.

Ingvi Rúnar Einarsson, 7.11.2010 kl. 17:14

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er rétt hjá þér Ingvi. Ég held að allir landsmenn viti þessar einföldu staðreyndir, nema þau sem stjórna landinu. Þau hafa ekki hugmynd um þetta, þótt þau hafi starfað við stjórnmál ansi lengi.

Jón Ríkharðsson, 7.11.2010 kl. 18:06

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Vel mælt Jón,hefði ekki getað sagt þetta betur/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 7.11.2010 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband