"Vandi Glitnis er lausafjárvandi".

"Líklegast virðist úr því sem komið er, að Sjálfstæðisflokkurinn búist nú til að afhenda einkavinum sínum í Landsbankanum bréf ríkisins í Glitni sem fyrst með kveðju frá skattgreiðendum."

Ofangreind tilvitnun er í grein sem Þorvaldur nokkur Gylfason ritaði í Fréttablaðið þann 2/10 2008. Sá Þorvaldur er sá sami og margir hafa hrósað fyrir að hafa séð þetta allt saman fyrir og hann var helsta vonarstjarna margra varðandi stöðu seðlabankastjóra.

Ef Þorvaldur hefði sest í stöðu seðlabankastjóra í aðdraganda bankahrunsins, þá er hætt við að staða okkar væri enn verri en hún er í dag. Hann hefði hugsanlega farið sömu leið og Írar og það hefði kostað okkur 8000. milljarða króna.

Þrátt fyrir mikið hól í hans garð, bæði frá honum sjálfum og örðum, þá sýndi hann ekki mikla framsýni né heldur þekkingu á raunverulegu ástandi hins hrunda fjármálakerfis. Á þessum tíma trúði hann því að sjálfstæðismenn myndu afhenda Landsbankamönnum Glitnisbréfin á silfurfati. En hann er eins og margir samfylkingamenn, afar veikur fyrir hinum ýmsu samsæriskenningum og mikill meistari í spuna.

Hann hafði ekki hugmynd um raunverulega stöðu fjármálakerfisins, Davíð Oddson virtist fara næst sannleikanum í því máli, enda voru teknar bestu ákvarðanirnar sem mögulegt var haustið 2008.

Benda má á að greiðslumiðlun við útlönd hélst og þar af leiðandi stöðvaðist hvorki inn né útflutningur á þessum tíma. Það var engan veginn sjálfgefið.

Og ef tillögu Þorvaldar hefði verið fylgt, þá hefði það kostað okkur ca. 8000. ma., það er stór upphæð fyrir litla þjóð, þannig að eflaust hefðu þær aðgerðir sett landið í þrot. Írar fóru Þorvaldarleiðina og hægt er að sjá það í fréttum liðinna daga hvernig hún tókst til.

Vandi Glitnis var nefnilega miklu stærri en aðeins lausafjárvandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fór og tók út sparifé mitt úr Nýja Íslandsbanka í gær...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.11.2010 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband