Sunnudagur, 28. nóvember 2010
Stóra Íraksmálið?
Ríkisstjórnin virðist mjög áhugasöm um það, að hefja rannsókn á ástæðu þess að íslendingar fóru á lista yfir "viljugar þjóðir".
Ef hæstvirt ríkisstjórn nýtir sér almenna skynsemi, til tilbreytingar einu sinni, þá má glöggt sjá ástæðuna. Hún hefur lengi legið fyrir.
Nú hefur mikilvægi hersetunnar á Keflavíkurvelli komið í ljós. Eftir að herinn hvarf á brot þá varð atvinnuleysi mikið á suðurnesjum. Árið 2003 voru uppi hugmyndir Bandaríkjamanna þess efnis að skera niður í hernaðarmálum og fækka herstöðvum. Vitanlega tóku æðstu menn landsins þá ábyrgu ákvörðun að styðja Bandaríkjamenn á þessum tímapunkti.
Bandaríkjamenn hafa reynst okkur ákaflega vel, nægir að nefna þá ríkulegu Marshall aðstoð sem við hlutum, að sumu leiti óverðskuldaða. Einnig er hægt að týna fleira til sem staðfestir velvilja Bandaríkjamanna í okkar garð. Vitanlega spila hagsmunir þeirra stóra rullu í þessu samhengi, enda fæst víst ekkert ókeypis í þessum heimi.
Það hefði verið óskynsamlegt að neita þeim um stuðning á þessum tíma og líklegt var á þessum tíma, að herinn hyrfi eins og skot ef íslendingar styddu ekki stríðið.
Það er nefnilega ekki alltaf hægt að vera þiggjandi í samskiptum við aðra.
Nú hefur komið í ljós að kjarnorkuvopn voru ekki til staðar og ýmislegt fleira sem þá var ekki vitað.
Ýmsum þætti nú viturlegra að einbeita sér frekar að þeim vandamálum sem þarf að leysa heldur en að rannsaka mál sem liggur ljóst fyrir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.