Vanhæfir leiðtogar.

Ekki þarf að lesa mikið í sögunni til að átta sig á eiginleikum þeim sem leiðtogar þjóða þurfa að hafa til að bera.

Þeir þurfa að marka stefnu samfélagi sínu til handa og framfylgja henni, einnig verða þeir að geta vakið vonir hjá þegnunum. Ágætt er líka að senda hvatningarorð til þjóðarinnar og segja hana sterka bæði og dugmikla. Það eykur þjóðerniskenndina og þjappar fólki saman.

Leiðtogar þurfa að hafa mikinn sannfæringakraft og tala beint inn í hjarta sinnar þjóðar, þeir þurfa að fá þjóðina til að öðlast sjálfstraust sem gerir hana hæfari til þess að takast á við verkefnin.

En það gerðist víst að tími Jóhönnu kom og hún gerðist leiðtogi þjóðarinnar, því miður.

Hún og hennar flokkur hefur ekki nokkra trú á þjóðinni, vegna þess að þau skortir sjálfstraust. Frægt er þegar fyrrum formaður Samfylkingarinnar kvað þjóðina ekki treysta flokknum fyrir landsstjórninni. Samfylkingarfólkið telur allt sem íslenskt er handónýtt og að okkar helsta von sé sú, að Evrópusambandið reddi okkur.

Margir gætu sagt að með svona leiðtoga ættum við litla von.

En þjóð sem hefur barist áfram af eigin rammleik og sigrast á sárri fátækt, henni eru allir vegir færir. Okkur tókst á undraskömmum tíma að breyta torfbæjum í nútíma hús, brothættum fleytum í hátækniskip og við útrýmdum nær ungbarnadauða sem þjakaði þjóðina öldum saman.

Við eigum góða sögu og mikinn mannauð ásamt stórkostlegum náttúruauðlyndum. Við breyttum fljótum úr því að vera farartálmar í verðmæti.

Ríkisstjórnin heldur sjálfri sér sofandi í öndunarvél, hún er ósamstíga og sjálfri sér sundurþykk. Meðan hún í afneitun dvelur þá getur þjóðin undirbúið sig fyrir nýja tíma.

Og þegar hún hverfur frá völdum þá eru okkur loksins allir vegir færir.

Þegar sá tími kemur þá líða áratugir þar til þjóðin yfirgefur skynsemina á ný og hallar sér til vinstri, ef hún gerir það þá nokkurn tíma aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband