Mánudagur, 29. nóvember 2010
Vel heppnuð leikflétta hjá VG
Þótt vinstri menn séu algerlega vanhæfir til að stjórna landinu, þá geta þeir búið til ágætar leikfléttur sem plata saklausan almúgann Og það er einmitt að koma í bakið á okkur núna.
Ekki skal fullyrt að VG hafi átt upphafið að "Búsáhaldabyltingunni", en þau studdu hana með ráðum og dáð, nægir að nefna mótmælaspjöldin sem geymd voru á skrifstofu þeirra, einnig bendir margt til að Álfheiður Ingadóttir hafi veitt mótmælendum dyggilegan stuðning.
Allt fyrir völdin.
Í upplausninni sem ríkti í kjölfar hrunsins sáu þau sér leik á borði. Þeim tókst að ljúga því að almenningi að sjálfstæðismenn væru höfundar hrunsins ásamt framsóknarmönnum og nú þyrfti nýja stjórn.
Veruleikafirrtur og óttasleginn almenningur beit á agnið og treysti fagurgalanum. Fléttan heppnaðist og þjóðin fékk þá vanhæfustu ríkisstjórn sem sögur fara af. Hægt er að nefna mjög altvarlegt klúður í Icesave málinu þegar valdir voru algerlega reynslulausir menn til samninga við Breta og hollendinga. Enda hefðu þeir klúðrað efnahag þjóðarinnar til langframa ef hún hefði ekki risið upp með dyggum stuðningi forsetans og stjórnarandstöðunnar á alþingi. Það hefur lítinn tilgang að rifja upp fleiri dæmalaus klúðursmál þessarar ríkisstjórnar, flestum ættu þau að vera kunn.
En nú hefur margt komið í dagsljósið sem staðfestir að margt reyndist örðuvísi en ætlað var þegar hrunið skall á.
Heimskan tröllreið heiminum á árunum fyrir hrun, allir treystu því að heimurinn ætti endalausa auðfistíma fyrir vændum. Íslenska ríkisstjórnin, ásamt flestum ríkisstjórnum hins vestræna heims, var haldin sömu sjálfsblekkingunni. Þetta kallast heimska en ekki glæpur þótt vinstri menn rugli því stöðugt saman. Ef það ætti að lögsækja menn fyrir heimsku þá væri réttarkerfið óstarfhæft að öðru leiti en því að rannsaka asnastrik vinstri manna á liðnum árum.
Viðbrögð fyrri ríkisstjórnara voru ekki svo slæm miðað við þær aðstæður sem ríktu þegar hrunið skall á. Greiðslumiðlun við útlönd gekk ágætlega og það þótti kraftaverk á þeim tíma. En vinstri menn lugu því að þjóðinni að Davíð Oddson og fleiri hefðu búið til efnahagshrunið og gott ef mestu ákafamennirnir kenndu þeim ekki um alheimshrunið. Og margir trúðu þeim.
Maður að nafni Matthew Lynn sem er sérfróður um bankahrunið og viðbrögð við því ritaði grein í Breska vikuritið Spector. Þar leiðir hann rök fyrir því að viðbrögð íslendinga hafi verið hárrétt. Þeir létu bankanna falla en dældu ekki peningum í það eins og aðrar þjóðir. Írar eru í slæmri stöðu vegna þess að þeir fóru ekki íslensku leiðina, sama má segja um Bandaríkjamenn og Breta. En fjölmiðlar halda svona fréttum frá almenningi vegna þess að þeir eru vinir vinstri manna og haldnir vinstri villu.
"Heimskur er heimaalinn hundur" segir gamalt og gott máltæki. Þeir sem hæst gapa um hin meintu mistök fyrri ríkisstjórnar og dásama ESB ættu að skreppa til Írlands og spjalla við almenning þar. Skyldu Írar vera glaðir með sína stöðu og þakklátir fyrir það að vera í ESB um þessar mundir?
Það gengur erfiðlega að koma því í höfuð margra, að græðgi fjármálamanna olli hruninu. En dropinn holar steininn með því að falla oft, þannig að ekki er öll nótt úti enn.
Finnski sérfræðingurinn Kaarlo Jäänari benti á þá staðreynd, að sama hversu öflugt eftirlit væri til staðar, þá væri ekki hægt að koma í veg fyrir gjaldþrot banka. En hljótt hefur verið um skýrslu finnans eftir að hún kom út, vegna þess að hún hentar ekki málstað ríkisstjórnarinnar.
Allt eftirlit má þróa og bæta, en það þarf að gerast á yfirvegaðan hátt en ekki með gaspri og lygaþvættingi valdagráðugra vinstri manna.
Athugasemdir
Mikið er ég þér sammála.
Jón Sveinsson, 29.11.2010 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.