Hví allt þetta fár út af Gunnari í Krossinum?

Ekki þekki ég neitt til þessa máls, þannig að ég tjái mig ekki um það. En hvers vegna setja menn stöðugt fólk upp  á stall?

Þeir einstaklingar sem lyft er upp á háan stall eiga það sameiginlegt með öllum að lifa í holdi og vera fæddir af jarðneskri móður eftir að jarðneskur faðir hefur getið þá eftir hefðbundnum leiðum.

Við erum öll jöfn og eigum skilið að njóta sömu virðingar. Aðeins einn maður er verður þess að vera settur á stall og það er Jesú Kristur, enda er hann algerlega hreinn og laus við synd. Hann  er algerlega fullkominn í alla staði.

Þessi umræða um Gunnar hvetur mig enn meir í þeirri afstöðu minni að standa utan trúfélaga, reyndar er ég skráður í þjóðkirkjuna og hef ekki séð ástæðu til að leita annað. Ég á við söfnuði þá sem telja sig þekkja betur til Drottins en aðrir menn.

Aldrei hef ég vænst þess að prestar séu að neinu leiti öðrum mönnum fremri. En þeir geta margir flutt prýðis góðar ræður og eru margir góðum gáfum gæddir. En þeir eru menn eins og ég og það segir sitt.

Fyrir fjölmörgum árum var ég leitandi mjög á hinum trúarlega vettvangi og kynnti mér flesta söfnuði landsins. Í þeim öllum kynntist ég afskaplega góðu og kærleiksríku fólki sem umfaðmaði mig með mikilli hlýju. Öllum var þeim það sameiginlegt að vilja mér vel. En jafnframt höfðu allir söfnuðirnir þá einkennilegu áráttu að vilja stjórna mínu lífi og sannfæra mig um að þeirra túlkun á Biblíunni væri sú eina rétta.

Ég er afskaplega sjálfstæður í hugsun, þannig að svona stjórnsemi hentaði mér engan veginn, mér er líka ákaflega illa við að einhver maður er talinn mér æðri. Mín bjargfasta skoðun er sú, að ég á mér aðeins einn leiðtoga og það er Jesú kristur, hann er sá eini sem ég get fullkomlega treyst.

Svona aðeins í framhjáhlaupi langar mig að geta þess, þar sem ég er einn harðasti sjálfstæðismaður Íslands, að ef Valhallarfólkið eða forystan myndi reyna að stjórna mínum skoðunum, þá segði ég mig úr flokknum undir eins.

Það er illa gert gagnvart hverjum sem er að hefja hann upp á stall. Allir hafa einhverja hæfileika sem hægt er að nýta. Þótt menn hafi lipra tungu og góða þekkingu, þá eru þeir sömu gerðar og við hin. Sagan hefur sýnt fjölda hrasana fólks sem sett hefur verið á stall. Það er eðlilegt, því enginn maður er öðrum fremri.

Við getum treyst mönnum til hina ýmsu verka, læknum til að lækna okkur, leiðtogum til að leiða okkur osfrv.

En gerum aldrei meiri væntingar til annarra en við gerum til okkar sjálfra.


mbl.is Gunnar stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband