Er hagkerfið að vaxa?

Það er hægt að beita allskyns brellum til að fegra ástandið, en þær duga ekki til langframa.

Ríkisstjórnin hefur lítið gert til þess að hvetja þjóðina og greiða fyrir endurnýjun fjármagns.

Lánsfé á reikningum Seðlabanka Íslands sem kallast gjaldeyrisvarasjóður getur varla staðist til langframa. Ef svo væri þá ætti ég að vera milljónamæringur ef ég gæti t.a.m. fengið 100. milljónir að láni.

Útflutningur atvinnuleysis til Noregs fegrar tölurnar að einhverju leiti, en gortið vegna lækkandi verðbólgu er hálf undarlegt.

Hvernig á að geta orðið til verðbólga þar sem fjármagn er af skornum skammti og þar af leiðandi lítil eftirspurn? Ég held að menn ættu frekar að hafa áhyggjur af verðhjöðnun sem gæti verið yfirvofandi ef ekkert verður að gert.

Það þarf enn og aftur dugandi ríkisstjórn sem vakið getur upp von og trú hjá almenningi í stað þess að vera í stöðugum blekkingarleik.


mbl.is Enginn minnst á Parísarklúbbinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Hvernig á að geta orðið til verðbólga" ?

Verðólga er afleiðing þess að meira er sett í umferð af peningum en sem nemur verðmætasköpun í hagkerfinu, en við það rýrnar verðgild hverrar mynteiningar og minna fæst keypt fyrir peningana. Verðbólga upp á 2,5% með tilheyrandi rýrnun kaupmáttar er yfirlýst markmið seðlabankans skv. undirrituðu samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Ef þú ert með föst laun eins og flest venjulegt fólk er þetta mjög slæmt fyrir þig því þá er ríkið sífellt að stela af þér og afhenda fjármagnseigendum ránsfenginn.

Við ættum alls ekki að óttast verðhjöðnun heldur að óska eftir henni. Vegna þess hve íslenskt efnahagslíf er gegnsýrt af verðryggingu væri verðhjöðnun mjög æskileg við þessar kringumstæður, því þá myndu lánin lækka og fólk hefði meiri ráðstöfunartekjur afgangs sem færu í umferð í hagkerfinu í stað þess að renna beint til bankanna þar sem þeir eru engum til gagns nema þeim sem aðhyllast auðsöfnun. Slík vaxtaberandi auðsöfnun er ávallt á kostnað annara í þjóðfélaginu, þeirra sem greiða vextina.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2010 kl. 15:45

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Guðmundur.

Ekki má skilja mig sem svo að ég sé að óska eftir verðbólgu, ég óska heldur ekki eftir verðhjöðnun.

Verðhjöðnun hefur þann hvimleiða fylgifisk að þá er enginn fjárfesting í gangi og hún getur þegar til lengdar lætur haft lamandi áhrif á hagkerfið.

En ég veit líka að ólíkar skoðanir eru uppi varðandi kosti og galla verðbólgu og verðhjöðnunar. Hagkerfið þarf að leitast við að finna jafnvægi.

Jón Ríkharðsson, 30.11.2010 kl. 17:24

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sammála um jafnvægi, það er alltaf æskilegast fyrir hinn almenna launþega.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.12.2010 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband