Þriðjudagur, 30. nóvember 2010
Hvers vegna álver?
Álver hafa ýmsa góða kosti í för með sér. Auk þess að bjóða upp á ca. 500. störf hvert fyrir ófaglærða jafnt sem faglærðra auk hámenntaðra einstaklinga, þá greiða þau umtalsvert í formi skatta, eru í hópi fjögurra stærstu skattgreiðenda landsins. Það munar um minna.
En til að einfalda málið, þá þurfum við störf sem skapa gjaldeyri. Það skiptir engu máli hvort það er álframleiðsla eða eitthvað annað. Ekki skal gera lítið úr tölvuleikjafyrirtækinu CPP, en þeir skapa 300. störf og það er vissulega mjög gott. En hvers vegna eru þá ekki fleiri fyrirtæki í sama geira?
Nú stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að okkur vantar tekjur strax. Og þá þurfa menn að leggja tilfinningarnar tímabundið til hliðar.
Álfyrirtæki eru tilbúin til að hefja starfsemi og við höfum ekki efni á að sleppa þeim.
Okkur ber að nýta öll þau tækifæri sem sannarlega gefa okkur peninga og lágmarka alla áhættu. Engum er bannað að þróa góðar hugmyndir og vinna þeim brautargengi. Staðan er hinsvegar sú að óábyrgt er um þessar mundir að leggja mikið fjármagn í áhættustarfsemi þá sem fylgja sprotafyrirtækjum.
Meðan stjórnvöld leggjast gegn álframleiðslu og leitast við að leggja auknar álögur á sjávarútveginn, þá eru þau að vinna gegn þjóðarhagsmunum.
Annars hafa þau verið að vinna gegn þjóðarhagsmunum frá því þau tóku við valdataumunum. Það nægir að nefna Icesave vitleysuna í þessu samhengi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.