Innflytjendamál.

 Við íslendingar þurfum nú að horfast í augu við þá staðreynd, að útlendingar hafa kostað okkur fé og þeir hafa líka gengið í störf sem íslendingar gætu þegið á tímum sem þessum.

Ekki er verið með þessu að skammast út í útlendingana né heldur að hvetja til ofbeldis gagnvart þeim. Útlendingar eru vitanlega fólk eins og við, með sömu vonir og þrár. Tómas Guðmundsson sagði í einu ljóða sinna; "hjörtun slá eins í Súdan og Grímsnesinu". Það eru orð að sönnu.

En við íslendingar þurfum að fara að ræða málin öfgalaust og reyna að komast að hagstæðri niðurstöðu fyrir þjóðina.

Hvað þýðir það að tilheyra þjóð?

Án þess að fara út í miklar langlokur, þá má segja að þjóðin sameinist í því, að hugsa um hag sinn sem heildar. Það þýðir að íslenska þjóðin þarf að setja landa sína í fyrsta sæti og aðrar þjóðir þurfa að vera neðar í goggunarröðinni. Við eigum að sjá um að skapa störf fyrir íslendinga og láta þá hafa forgang og fara varlega í að hleypa einstaklingum af öðru þjóðerni í þau störf sem til eru.

Það er vegna þess að þjóðin þarf að bera af því kostnað, er þá vísað til atvinnuleysisbóta og annarra réttinda sem útlendingar hafa unnið sér inn eftir aðeins fárra ára búsetu.

Þjóð sem hefur takmörkuð fjárráð og býr við lítið hagkerfi getur illa hugsað um fleiri en eigin þegna. Þetta er ekki sjónarmið sem er litað af fordómum í garð útlendinga, heldur vegna þess að lítil þjóð þarf að hugsa út frá þeim forsemdum sem fyrir hendi eru.

Sumir hafa komið með það einkennilega sjónarmið að við séum öll innflytjendur. Þótt mér finnist það kolvitlaust, þá ber samt að virða skoðanir annarra og nú skulæum við hugsa út frá því sjónarmiði.

Á vinnumarkaði, svo dæmi sé tekið, þá ávinnur fólk sér meiri réttindi því lengur sem það starfar hjá viðkomandi fyrirtæki. Engum finnst neitt óeðlilegt við það.

Er þá nokkuð óeðlilegt við það, að þeir innflytjendur sem hafa búið hér mann fram af manni í ellefu hundruð þrjátíu og sex ár njóti meiri réttinda en þeir sem eingöngu hafa dvalið hér í nokkur ár eða allt niður í nokkra mánuði?

Meðan við erum ekki orðin raunverulegt heimsveldi, þá verðum við að hugsa fyrst og fremst um okkar hag eins og allar þjóðir gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fullt af innflytjendum sem eru með íslenskan ríkisborgararétt,þar fyrir utan eru alþjóðasamþykktir sem ísland er aðili að og við verðum að fara eftir.Það er mjög erfitt að komast inn í ísland miðað við flest önnur ríki vegna strangrar útlendingalöggjafar hér á landi. Varðandi atvinnumálin þá er ástæðan fyrir því að útlendingar sinna ákveðnum störfum einfaldlega vegna þess að íslendingar vilja ekki stunda þau sjálfir og margir telja þau fyrir neðan sína virðingu,ég veit það fyrir víst að ákveðin störf sækja íslendingar einfaldlega ekki um. Held að við ættum að skoða aðra hluti áður en við förum að kvarta yfir aukaatriðum aðalatriðið er að íslendingar þurfa að taka höfuðið úr afturendanum á sér og bera einhverja ábyrgð og hætta að leita að einhverju öðru til að kenna um.

Sigurður Freyr Egilsson 1.12.2010 kl. 16:19

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ég held nú Jón að þetta fólk sé bara í þeim störfum sem íslendingar nenna ekki eða telja sig of fína til að vinna. 

Þórir Kjartansson, 1.12.2010 kl. 23:23

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Mér finnst einkennilegt að tala um að útlendingar séu að ganga í störf Íslendinga hér á landi þegar það er augljóst að Íslendingar flytja gríðarlega mikið af erlendu vinnuafli til landsins í formi vöru og þjónustu!

Ef það ætti að setja Íslendinga í forgang þá þyrfti að banna innflutning á öllu sem við Íslendingar getum framleitt sjálf, þá ætti einnig að banna Íslendingum að ferðast til útlanda(og kaupa erlenda þjónustu) þegar sambærilega þjónustu er hægt að fá hér á landi.

Viðskiptafrelsi, menntun og framsækið fólk mun tryggja Íslandi vöxt og velmegun í framtíðinni.

Lúðvík Júlíusson, 2.12.2010 kl. 02:47

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sigurður Freyr, Þórir og Lúðvík, þakka ykkur fyrir athugasemdirnar.

Það er rétt hjá ykkur Sigurður og Þórir að íslendingar vilja ekki ganga í öll störf. Því þarf að breyta og það er verkefni atvinnurekenda og launþegahreyfingarinnar. Kjarninn í því sem ég er að segja er sá, að við þurfum að sjá til þess að næg vinna sé til fyrir íslendinga. Með því að ráða útlendinga í störfin þá er samfélagið að greiða óþarfa kostnað í formi atvinnuleysisbóta.

Lúðvík, ég skil ekki hvað þú ert að koma með dæmið um innflutninginn í þessu samhengi.

Öllum ætti að vera það nauðsyn milliríkjaviðskipta ljós, en það hefur ekkert með verndun starfa að gera.

Ég var ekki að tala um að við ættum að hverfa aftur til kreppuáranna fyrri og beita höftum til þess að skapa meiri framleiðslu hér á landi. Ég var eingöngu að tala um verndun starfa sem nú þegar eru til staðar og gætu hugsanlega bæst við í framtíðinni.

Þeir útlendingar sem hafa búseturétt hér á landi eiga að halda honum sem og öllum sínum réttindum. Við megum ekki við því að fá mikið fleiri slíka eins og staðan er í dag.

Jón Ríkharðsson, 2.12.2010 kl. 10:00

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Jón, ég er að benda á að vörur sem fluttar eru inn hafa verið framleiddar erlendis með erlendu vinnuafli.  Séu þessar vörur keyptar í stað sambærilegrar vöru sem framleiddar eru hér á landi þá eru neytendur að velja erlent vinnuafl umfram hið innlenda.  Íslenskir neytendur gera þannig innlent vinnuafl(m.a. Íslendinga) atvinnulaust en ráða þess í stað erlent vinnuafl í staðinn.

Til að koma í veg fyrir þetta þá þyrfti að setja innflutningshöft.  Ég er hins vegar á móti höftum og tel að markaðurinn sjái sjálfur um að leiðrétta þetta fái hann svigrúm til þess.

Lúðvík Júlíusson, 2.12.2010 kl. 13:45

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er alls ekki að tala um þetta efni Júlíus, ég er eingöngu að tala um að vernda þau störf sem fyrir eru til þess að skapa atvinnu fyrir íslendinga. Ekki nota höft til að auka innlenda framleiðslu, alls ekki.

Vitanlega verða að vera til milliríkjaviðskipti. Mörg lönd framleiða vörur með hagkvæmari hætti en við, þannig að það yrði galið að sleppa innflutningi.

Ég skil ekki hvers vegna umræðan fór út á þessa braut. Flest lönd hafa takmarkanir til að vernda sína þjóð varðandi vinnu osfrv.

Þar sem við höfum lítinn atvinnumarkað alla jafna, þá verðum við að fara gætilegar en margar aðrar þjóðir.

Eins og ég benti á í athugasemd nr. 4. þá finnst mér óheppilegt að leggja út í kostnað í formi atvinnuleysisbóta þegar hægt væri að ráða íslendinga, þ.e.a.s. þá sem áunnið hafa sér réttindi hér á landi í ýmis störf.

Það er líka óeðlilegt að lægstu laun séu svipuð og atvinnuleysisbætur. Eins og ég benti einnig á, þá þurfa aðilar vinnumarkaðarins að ráða fram úr því í sameiningu.

Jón Ríkharðsson, 2.12.2010 kl. 14:33

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Fyrirgefðu Lúðvík, það átti að sjálfsögðu að standa Lúðvík en ekki Júlíus.

Jón Ríkharðsson, 2.12.2010 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband