Samfylkingin kennir sjálfsæðismönnum um flest sem miður fer.

Samfylkingin er ósköp skrautlegur klúbbur. Þau hafa lært það í gegn um tíðina að þegar þau lenda í vandræðum, þá er best að kenna sjálfstæðismönnum um. Enda hefur það virkað því sjálfstæðismenn eru alltaf svo kurteisir og lítt gefnir fyrir deilur.

Það nýjasta hjá þeim er að kenna fylgisspekt við Sjálfstæðisflokkinn, um margt sem miður fór, er mynduð var ríkisstjórn með honum árið 2007.

Það er í ómaklegt að kenna öðrum um eigin mistök og þeir sem slíkt gera ættu ekki að vera traustsins verðir. Staðreyndin er sú að Samfylkingin var alveg eins bláeyg gagnvart fjármálaheiminum og sjálfstæðismenn. Meira að segja mun ákafari í daðri sínu við auðmenn fortíðar.

Umbótanefndin hefur kannski ekki setið landsfund þeirra árið 2007 þegar Ingibjörg Sólrún þakkaði jafnaðarmönnum það að útrás og vöxtur fjármálakerfisins varð að veruleika Einnig var því lofað að búið væri til hagstæðara lagaumhverfi til að fjármálageirinn gæti vaxið enn frekar. Landsfundurinn fór fram áður en þau gengu til samstarfs við sjálfstæðismenn, svo því sé til haga haldið. Ekki má gleyma því, að Bjarni Ármannson var sérstakur gestur landsfundarins. Sjálfstæðismenn hafa aldrei svo mér sé kunnugt um, boðið óflokksbundnum auðmanni að taka til máls á landsfundi hjá sér.

Umbótanefndin hefur sýnt það og sannað að Samfylkingin er engan veginn tilbúinn til að horfast í augu við veruleikann eins og hann er, en menn komast ekki langt á lyginni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Jón; æfinlega !

Og; það með réttu.

En; ''Samfylkingin'' flaggar því nú samt ekkert, að hún er sams konar hryðju verkaafl, og hinir 3 flokkarnir, svo sem.

Eftir skemmdarverk þau; sem unnin hafa verið, á samfélagi okkar, Jón minn, get ég aðeins gefið heiðarlegu og ærlegu fólki þau ráð, að koma sér, sem tök hefir á - sem allra lengst í burtu, frá þessum viðbjóði, sem hér viðhefst, og mun halda áfram, næstu áratugi og árhundruð, þar sem ekki má taka á skemmdarverka fólkinu, á þann hátt, sem bræður mínir; Kínverjar og Persar (Íranir), auk annarra, væru löngu búnir að, hefðu þeir lent í slíkum aðstæðum.

Með kveðjum góðum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason 4.12.2010 kl. 14:10

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Heill og sæll Óskar minn og þakka þér hreinskilið innlegg.

Vissulega hafa allir flokkarnir gerst sekir um heimsku, spillingu og ýmislegt annað miður fallegt.

Ég tel að fáir sleppi við að gera ranga hluti og erfiðast er að sleppa við spillingu ef maður fær völd upp í hendur.

Því miður Óskar minn, þá held ég að eina leiðin til að forða sér frá spillingu sé að hverfa burt úr þessum heimi, því hann er gegnsýrður af spillingu.

En ekki vil ég það, því hann er í hina röndina góður og í ágætri þróun.

 Ég held að það sé sama hvaða nýtt stjórnmálaafl kemur eða stjórnskipan, spillingin gerir vart við sig.

En vissulega eigum við að leitast við að berjast á móti spillingunni og ég tel það best með því að viðurkenna tilvist hennar í mannlegu eðli.

Með bestu kveðju frá Suð vestur miðum/Jón R.

Jón Ríkharðsson, 4.12.2010 kl. 17:46

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það var pólitísk stefna Samfylkingarinnar fyrir kosningar 2007 að efla útrásina og standa með fjármálafyrirtækjunum. Það þurfti engan annan flokk til að hjálpa þeim til að taka þá ákvörðun. Þetta var afgreitt af flokksfólki Samfylkingarinnar fyrir kosningar, en þar var líka um endurtekið efni að ræða.

Samfylkingarfólkið er aumkvunarvert í tilburðum sínum varðandi bankahrunið.  Raunar hafði Samfylkingin ekkert með það að gera ekki frekar en Sjálfstæðisflokkurinn. En báðir flokkarnir höfðu með það að gera að auka ríkisútgjöldin árið 2008 með tilheyrandi afleiðingum. Við þann vanda erum við að glíma auk stökkbreyttu höfuðstólanna. En þann vanda vill Samfylkingin hvorki sjá né leysa.

Jón Magnússon, 4.12.2010 kl. 23:15

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér innleggið nafni, þetta er góður punktur hjá þér sem nauðsynlegt er að koma fólki í skilning um.

Bankahrunið var vegna ógætilegra vinnubragða þeirra sem stjórnuðu bönkunum.

Finnski bankasérfræðingurinn Kaarlo Jänaari sagði líka að enginn eftirlitsstofnun eða stjórnkerfi væri þess umkomið að koma í veg fyrir gjaldþrot banka.

Af einhverjum ástæðum hafa fjölmiðlar lítið gert úr því sem Finninn sagði, þótt hann hafi verið ráðinn gagngert til þess að skoða hvað miður fór í hruninu.

Jón Ríkharðsson, 5.12.2010 kl. 00:56

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ef ég man rétt tvöfölduðust skuldir Íslendinga síðustu tvö árin fyrir hrun, þá var Samspillingin mjög viljug til skuldsetningar.  Fjármálaeftirlitið hafði ekki neinar áhyggjur, kannski fengu þeir sporslur undir borðið þá?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.12.2010 kl. 01:47

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér innlitið Jóna Kolbrún.

Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Fjármálaeftirlitið hafi þegið eitthvað undir borðið, þannig að eigum við ekki að segja að enginn sé sekur uns sekt sé sönnuð.

Ég vil alltaf fara varlega í að saka fólk umspillingu. Ekki held ég því fram að Samfylkingin sé beinlínis spillt í þeirri merkingu að þau hafi gerst sek um refsivert athæfi. En þau eru vissulega ansi klaufaleg og vanhæf til þess að stjórna landinu.

Árin fyrir hrun héldu flestir að peningar væru ótakmarkaðir og höguðu sér samkvæmt því. Ég tel hyggilegra að leitast við að læra af mistökunum og reyna að gera þau ekki aftur. Fáir voru saklausir af því að fara illa með fé á þessum tíma og ég verð að játa mikinn asnaskap í þeim málum. Þannig að ekki dæmi ég aðra fyrir það.

Jón Ríkharðsson, 5.12.2010 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband