Miðvikudagur, 8. desember 2010
Lygi eða vanþekking?
Þegar Icesave samningarnir hörmulega voru gerðir, komu fram þjóðkunnir einstaklingar og sögðu, að ekki væru betri samningar í boði. Þeir hafa allir gerst sekir um annað hvort mikla vanhæfni, lygar eða stórkostlega vanþekkingu. Kannski má finna hluta af þessu þrennu hjá þeim öllum.
Þórólfur Matthíasson sem er prófessor í Hagfræði, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Gylfi Magnússon fyrrum viðskiptaráðherra sögðu allir einum rómi að landið væri í stórkostlegum vanda ef samningarnir yrðu ekki samþykktir. Vitanlega tók Jóhanna Sigurðardóttir undir þessa þvælu í félögum sínum. Það voru fleiri álitsgjafar sem státa af menntun og þykjast luma á mikilli þekkingu í efnahagsmálum sem héldu þessari vitleysu fram. Einn af þeim var sá sem flest atkvæði hlaut á stjórnlagaþing, Þorvaldur Gylfason.
Eftir að þessum arfavitlausu samningum var hafnað kom í ljós að allir ofangreindir einstaklingar lugu bæði að sjálfum sér og þjóðinni. Samt njóta þeir ennþá trausts a.m.k. hjá stærstu fjölmiðlum landsins.
Jú, unglingurinn síungi Jónas Kristjánsson, sem af mörgum er talinn einn besti samfélagsrýnir þjóðarinnar af einhverjum ástæðum, tók þátt í þessum arfavitlausa málflutningi.
Ef þjóðin er ennþá fávitar og fífl samkvæmt hans skilning, þá erum hún á æði vafasamri braut ef hann fer að hrósa henni.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um það, að lánshæfismatið hefur skánað, gengið styrkst og við höfum allavega ekki farið neðar eftir þessa heimsendaspá spekinganna.
Að lokum má geta þess, að "hrunflokkarnir tveir" sem sumir kalla, Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur barðist af hörku gegn þessum galna samningi vinstri stjórnarinnar tæru. Þjóðin sýndi það einnig og sannaði, að hún er vel greind og prýðilega upplýst, þjóðin barðist hetjulega á móti þvælunni.
Skyldu enn vera jafn margir sem taka mark á ofangreindum einstaklingum?
Athugasemdir
Það einmitt þetta,sem þjáir þessa þjóð.Enginn einstaklingur,hvort það sé alþingismaður eða þekktur maður í þjóðfélaginu,eru tilbúnir að starfa eftir sinni sannfæringu.Flestur eru leiksoppar sinna yfirmanna.Margir eru í embættisstörfum á vegum ríkisins og þora ekki að láta það frá sér fara,sem styggir sína yfirmenn,af hræðslu við að missa starf sitt.
Þeir eru tilbúnir að ljúga eða láta frá sér álit,sem þeir eru ekki sannfærir um sjálfir.Í þessu þjóðfélagi eru allir skyldir eða tengdir,því vita þeir að ýmislegt af því sanna verður látið kyrrt liggja.
Það er að segja, að orð þau sem komu frá þjóðfundinum._Heiðarleiki og gagnsæi.-,verður seint viðhaft hér á landi.
Ingvi Rúnar Einarsson, 8.12.2010 kl. 17:01
Þakka þér fyrir Ingvi, það er hægt að taka undir allt sem þú segir.
Heiðarleiki og gagnsæi hefur ekki verið ráðandi í þessum heimi og verður ekki fyrr en fólkið sem hann byggir breytir hugarfari sínu allverulega.
Það sniðuga í þessu öllu saman er, að stjórnmálamenn eru að vissu leiti leiksoppar sinna "yfirmanna" eða þeirra sem veita þeim atkvæði sitt.
Þeir þurfa að veita fé í hitt og þetta, misgagnlegt, til þess að þóknast sínum kjósendum.
Það er bara ekkert talað um hlut almennings í þessu samhengi, eða allt of lítið væri kannski réttara að segja.
Jón Ríkharðsson, 8.12.2010 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.