Hækja Sjálfstæðisflokksins.

Forysta Samfylkingarinnar lagði á það áheyrslu þegar þingvallastjórnin svonefnda var myndur, að regluverkið yrði aðlagað að þörfum fjármálafursta, þannig að þeir gætu grætt meira fé landi og þjóð til handa. Eins og margoft hefur verið bent á, þá þakkaði fyrrum formaður Samfylkingarinnar jafnaðarmönnum fyrir það að útrásin og hinn mikli vöxtur fjármálageirans varð að veruleika.

Samfylkingin bauð Bjarna Ármannsyni, þekktum banka og útrásarmanni á landsfundinn sinn árið 2007.

Össur Skarphéðinsson þekktur og innmúraður samfylkingarmaður skammaðist út í sexmenningana svonefndu í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna fyrir að hafa eyðilagt samruna Geysis green og REI, hann sagði íslensku þjóðina hafa orðið af tug milljarða hagnaði við þá aðgerð. Ekki má gleyma að Bjarni Ármannsson og Hannes Smárason, þekktir útrásarvíkingar, voru þátttakendur í stofnun Geysis green.

Þetta eru allt saman staðreyndir, hægt er að fletta upp öllum heimildum varðandi þessi efni á netinu.

Þetta sjá allir nema ýmsir samfylkingarmenn, enda eru þeir flestir búsettir í allt öðrum veruleika en aðrir íslendingar.

Ingólfur Margeirsson ritar enn einn vælupistil samfylkingarmanna í Fréttablað dagsins í dag.

Þar barmar hann sér yfir undirlægjuhætti Samfylkingarinnar og gleðst yfir þvælu og rangfærslum umbótanefndar flokksins. En ekki þarf að hafa mikla þekkingu á stjórnmálasögu síðari ára til að átta sig á, að Samfylkingin er ekki hækja neins flokks.

Þótt margt megi slæmt um forystuna segja, þá er óhætt að fullyrða bæði um Ingibjörgu Sólrúnu og Jóhönnu Sigurðardóttur, að hvorugar eru þær auðveldar í taumi, Þetta eru konur sem standa fast á sínu. Jóhanna hefur sýnt það og sannað, að ef hún er ekki sátt, þá lætur hún vita af því. Hægt er að benda á stofnun Þjóðvaka á sínum tíma sem röksemd í þessu máli.

Hafi Jóhanna verið ósátt við auðmannadekur Samfylkingarinnar á góðæristímanum, þá hefði hún gert læti og hávaða úr því. Hún notar hvert tækifæri sem gefst til að vekja athygli á sínum málstað.

Hún var æði þögul á þessum tíma sem benti til að hún var sátt við það sem var að gerast. 

Ingibjörg Sólrún er ákveðin kona, hún hefði aldrei gert neitt sem hún var ekki sátt við sjálf.

Það þýðir ekkert fyrir Samfylkinguna að ætla endalaust að klína eigin mistökum á sjálfstæðismenn, landsmenn hljóta að fara að sjá í gegn um blekkinguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband