Glöggt er gests augað.

Það sjónarmið Jónasar Kristjánssonar að íslendingar séu bæði fífl og fávitar stenst vitanlega enga skoðun. Ef við beitum heilbrigðri dómgreind í bland við almenna skynsemi, þá getum við fallist á að við séum eins úr garði gerð og fólk í öðrum löndum.

Þrátt fyrir allar Pisa kannanir, þá hefur menntunarstig þjóðarinnar ávallt verið með ágætum. Hér á landi hefur læsi verið nokkuð almennara í gegn um aldirnar heldur í mörgum öðrum löndum.

Fátæklingarnir í litlu torfkofunum kunnu margir hverjir góð skil á sinni eigin sögu auk þess sem þeir voru nokkrir ágætlega inn í því sem gerðist úti í hinum stóra heimi. Þótt f´retaflutningur hafi ekki verið góður á milli landa, þá skynjuðu menn heildarmyndina nokkuð vel.

Á árunum 1867-1880 var mikil útþenslustefna í gangi hjá Bandaríkjamönnum. Einn var sendur út af örkinni til þess að skoða íslensku þjóðina, því þeir höfðu áhugaá að kaupa landið af Dönum til þess að efla veldi sitt.

Sendimaðurinn sagði að við fyrstu sýn virtist Ísland; "algerlega virðislaust frá efnislegum sjónarhóli", en við nánari skoðun væru gæði landsins mjög verðmæt. Nefndi hann auðug fiskimið sem og fallvötnin ásamt orkunni í iðrum jarðar máli sínu til stuðnings.

Þjóðinni var líst fátækri en vel menntaðri vegna góðrar lestrarkunnáttu. Hann taldi það á ábyrgð Danskra stjórnvalda hversu fátæk þjóðin var, enda héldu Danir okkur lengi niðri með höftum ýmisskonar. Hann sá ýmislegt sammerkt með íslendingum og Bandaríkjamönnum og sagði m.a.; "yrðu frjálslegir stjórnarhættir innleiddir og ýtt undir eðlislægan þrótt þjóðarinnar, myndi umheimurinn undrast hve miklum framförum þessi fámenna norðlæga þjóð tæki".

Þótt ýmislegt í Wilky leaks skjölum bendi til þess að álit útlendinga á okkur sé ekki mikið, þá ber að taka því með fyrirvara. Að mörgu leiti hefur hluti þjóðarinnar hagað sér heimskulega, þannig að við eigum skilið gagnrýni.

Svo er þetta bara spurning um sjálfstraust. Það er að stærstum hluta áunnið og þeir sem státa af góðu sjálfstrausti geta gert hina ótrúlegustu hluti.

Með því að þekkja veikleika okkar og vinna á þeim, ásamt því að rækta styrkleikana, þá getum við notið virðingar heimsins. En með því að hafa stjórnvöld sem fljúga vælandi til útlanda og kvarta yfir vanmætti þjóðarinnar til sjálfsstjórnar, þá er ekki hægt að búast við mikilli virðingu útlendinga.

En með því að standa saman og vinna markvisst að okkar málum, þá lætur virðing annarra þjóða ekki á sér standa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Það er nú lítið að marka Jónas. Hann ber allt saman við sjálfan sig.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.12.2010 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband