Laugardagur, 11. desember 2010
Þekkir hvorki stjórnaskrá né efnahagsmál.
Það má kyndust teljast að forsætisráðherra, sem jafnframt státar af áratuga þingmennsku, skuli lítt þekkja til efnahagsmála og kunni ekki grundvallaratrið stjórnarskrár lýðveldisins.
Mikið hefur verið fjallað um vanþekkingu hæstvirts forsætisráðherra á efnahagsmálum og a.m.k. vikulega, stundum nær daglega koma fram atriði sem sanna þessa kenningu mína, þannig að ekki skal fjallað um þá vanþekkingu í þetta skiptið.
En að kunna ekki skil á stjórnarskránni í ofanálag, það mætti kalla skandal, ef maður vill ekki taka of djúpt í árinni.
Stjórnarskráin kveður á um, að þingmaður sé aðeins bundin af eigin sannfæringu, þetta vita nú allflestir íslendingar. En ekki forsætisráðherrann.
Lilja Mósesdóttir fór eftir sinni sannfæringu og Jóhanna varð stórhneyksluð. Hún sagði að þingmaðurinn ætti að gera það upp við sig, hvort hann væri í liði með stjórn eða stjórnarandstöðu.
En Lilja greyið var bara að fara eftir stjórnarskránni, varla er slæmt ef þingmaður gerir það.
Eitt af mörgum áhugamálum Jóhönnu er hið margumrædda stjórnlagaþing. Hún fékk þessa flugu í höfuðið fyrir mörgum árum.
Hefði ekki verið betra fyrir hana að kynna sér stjórnarskrána áður en hún fór að gagnrýna hana?
Athugasemdir
Í efstu línu á að standa grundvallaratriði, því ekki telst þetta mikilvægasta atriðið eða grein stjórnarskrárinnar. Beðist er velvirðingar á þessari stafsetningavillu.
Jón Ríkharðsson, 11.12.2010 kl. 07:02
Kyndugt!
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.12.2010 kl. 07:36
Hún er eins og villuráfandi sauður!
Gunnar Heiðarsson, 11.12.2010 kl. 12:24
Samkvæmt þessari röksemdafærslu eru alltaf framin stjórnarskrárbrot þegar ríkisstjórnir eru myndaðar með stjórnarsáttmála sem innifelur í sér málamiðlanir.
Svavar Bjarnason, 11.12.2010 kl. 19:29
Þakka ykkur athugasemdirnar Svanur, Gunnar og Svavar.
Svavar, það er ekki stjórnarskrárbrot að gera málamiðlun eins og gert er þegar flokkar ákveða að starfa saman í ríkisstjórn.
Sú málamiðlun tekur yfirleitt langan tíma og gert er ráð fyrir að þeir sem að málamiðluninni standa, séu að vinna samkvæmt sinni sannfæringu. Þú getur haft sannfæringu fyrir því að gefa eftir.
Til gamans má geta þess að Þorgerður Katrín annað hvort sat hjá eða greiddi atkvæði á móti lögum um ríkisábyrgð til handa Íslenskri erfðargreiningu. Þá var Davíð Oddson forsætisráðherra og eins og frægt er, þá var honum frekar hlýtt til fyrirtækisins.
Hann gat virt það við Þorgerði að hún stóð við sína sannfæringu, hún varð meira að segja ráðherra þótt hún hafi ekki gengið í takt við flokkinn.
Jón Ríkharðsson, 11.12.2010 kl. 19:45
Nokkrir þingmenn VG hafa neitað að fylgja stjórnarsáttmálanum og bera því við að þeir séu að fylgja sannfæringu sinni. Þegar slíkt gerist, eru þeir að svíkja sáttmála sem þeir hafa áður skrifað upp á.
Svavar Bjarnason, 11.12.2010 kl. 21:15
Þetta er tóm steypa Svavar, það eru milljón atriði sem taka þarf afstöðu til á þingi sem ekki standa í stjórnarsáttmála. Það stendur í engum sáttmála sem gerður hefur verið að þingmenn stjórnarflokka skuldbindi sig í öllum málum að greiða atkvæði eins og stjórnin vill að gert sé, slíkt væri brot á stjórnarskránni um að þingmenn fari eingöngu eftir sannfæringu sinni.
Þú samþykkir að fylgja ákveðinni stefnu í ákveðnum málaflokkum en komi upp skoðanamunur á hvernig fylgja skal stefnunni ber þingmanni að fylgja sannfæringu sinni en ekki kjósa eins og honum er sagt að kjósa gangi það í mót hans eigin skoðun.
Sveinn Egill Úlfarsson, 11.12.2010 kl. 22:34
Ég treysti Lilju Mósesdóttur, ekki Jóhönnu....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.12.2010 kl. 00:12
Ég þakka ykkur fyrir öllum þrem, það er rétt sem þú bendir á Sveinn Egill, það stendur hvergi neitt í stjórnarsáttmalanum um fjárlög 2011 að ég tel.
Jóna Kolbrún, þarna er ég sammála þér. Þótt ég sé ekki á sömu línu og Lilja í pólitlík, þá finnst mér hún hafa staðið sig vel, hún hefur margt mjög gott fram að færa.
Jón Ríkharðsson, 12.12.2010 kl. 07:01
Ég kippi mér ekkert upp við það þó Sveinn kalli það steypu, sem ég skrifaði hérna. Ég var eingöngu að vitna í atriði sem voru í stjórnarsáttmála, sem allir þingmenn VG voru búnir að skrifa upp á, t.d. ESB o.fl. Nokkrir VG þingmenn hafa greitt atkvæði gegn því sem stendur skýrum stöfum í stjórnarsáttmálanum. Það eru staðreyndir sem ég var að benda á.
Svavar Bjarnason, 12.12.2010 kl. 16:10
Jóhanna ætti að vera á elliheimilinu Grund. Þar hefði hún það gott.
Eyjólfur G Svavarsson, 12.12.2010 kl. 16:24
Þakka þér fyrir Eyjólfur, sennilega átt þú skynsamlegasta innleggið, án þess að verið sé að gera lítið úr hinu ágæta fólki sem ritað hefur fyrir ofan.
Mér er vel til Jóhönnu, ekki er þetta henni að kenna. Hún er hálfgerður kjáni sem lét ljúga sig í embættið. Það eru mikið frekar þeir sem urðu múgsefjun að bráð og trúðu því að hún væri góður og skeleggur stjórnmálamaður.
Hún er nú orðin löggilt gamalmenni, ég vona að ég móðga engan með að segja það. Sumir eru óskaplega viðkvæmir hér í bloggheimum og þar sem ég fer oftast að ráðum ömmu minnar sálugu, þá reyni ég að ergja aldrei illt skap, en Jóhanna fæddist víst fyrir tæpum sextíu og níu árum slíkt fólk telst gamalmenni samkvæmt lögum.
Hún ætti einnig að bregða sér í félagsstarf eldri borgara og sinna einhverju föndri til að drepa tímann, hún hefur ágætis eftirlaun, þannig að hún hefur vel efni á þessu.
Það getur vel verið að hún sé ágætlega lipur í handverki, en stjórnmál hefði hún átt að láta eiga sig.
Hún myndi eignast marga góða vini á elliheimilinu, þannig að þar myndi henni líða vel.
Jón Ríkharðsson, 12.12.2010 kl. 19:51
Sú fræga yfirlýsing Jóhönnu.Þar sem hún segir"Minn tími mun koma" er þjóðinni dýrkeypt ,þar sem að rættist.
Ég vil vísa til einnar hugmyndar,sem einn frambjóðandi til stjórnlagaþing lagði fram.En hún var sú, að enginn alþingismaður skal sitja lengur en tvö tímabil á Alþingi.
Þessi tillaga á fullan rétt á sér,og vona ég að fulltrúar stjórnlagaþings taki þetta til skoðunar og vonandi til samþykktar.
Ég sé ekki nokkurn tilgang í því að alþingismenn sitji svo lengi að þeir geti ekki staðið upp.
Þetta á ekki að vera ævistarf.Staðreyndin að glöggt er gestsauga,og nýir sópar sópa best.
Ingvi Rúnar Einarsson, 13.12.2010 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.