Hef ég einhver réttindi?

Umræðan um mannréttindi, félagsleg réttindi osfrv. kemst alltaf annað slagið á flug og þá halda menn gjarna að þetta sé allt saman sjálfsagt og eðlilegt, að hafa öll þessi réttindi.

Oft undrast ég tregðu fólks til að skilja heiminn, jafnvel þótt það hafi dvalið í honum ansi lengi.

Heimurinn bíður ekki upp á nein réttindi, eingöngu ýmsa duttlunga sem við þurfum að sætta okkur við. Vegna þess að siðgæðisvitund manna á vesturlöndum sem og samkennd hefur virkað ágætlega, þá búum við vesturlandabúar við þokkaleg skilyrði, en það virðist vera einskær heppni sem ræður för, þegar fólk fær að fæðast í landi eins og Íslandi.

En þegar fólk kynnist ekki öðru en þokkalegu lífi, þá telur það sér trú um að það sé sjálfgefið.

En öll þessi ásköpuðu réttindi, verður fólk eitthvað sáttara?

Bróðir minn kvæntist konu sem alin er upp í svörtustu Afríku, í gegn um hana hef ég kynnst hennar fjölskyldu.

Í uppvextinum kynntist hún ekki lúxus á borð við ísskáp, þvottavél osfrv., peningar þekktust ekki heldur, nema að litlu leiti. Þegar hún og bróðir minn giftust, þá þurfti að fá vottorð frá heimalandinu, sem staðfesti að hún var ekki öðrum manni gefin.

Mörgum finnst Ísland spillt land, en mágkona mín er ekki á sama máli. Hún ólst nefnilega upp við spillingu.

Faðir hennar hafði samband við embættismann sem sá um útgáfu þessara vottorða. Það var hægt að fá vottorð, en embættismaðurinn vildi greiðslu fyrir, þ.e.a.s. mútur. Fyrst bað hann um 50.000. ísl. krónur, en tveim dögum síðar hafði embættismaðurinn áttað sig á því að íslendingar ættu talsvert af peningum (þetta var árið 2006). Hann hækkaði gjaldið upp í 100.000. krónur og það þurftu hin verðandi brúðhjón að greiða fyrir pappírinn. Annars hefði ekkert vottorð fengist og ekkert orðið af hjónabandinu.

Þrátt fyrir aðstæður þessa góða fólks, þá finnst mér gaman að sjá hversu lífsglöð þau eru. Alltaf hlægjandi og dansandi, allt liðið faðmar mig þéttingsfast þegar við hittumst og einlægur kærleikur skín úr þeirra augum.

Þeim finnst íslendingar svo þungir eitthvað og stífir, það er eins og það vanti alla gleði í þá, segja þau.

Samt hafa þau enginn alvöru réttindi í sínu heimalandi. Af viedeomyndum að dæma, sem bróðir  minn tók þar ytra, þá virðast allir vera glaðir með það litla sem þeir hafa. Ekki er glæsiklæðnaði fólksins fyrir að fara né heldur viðunandi húsnæði, að okkar mati. Samt eru þau margfalt glaðari í sínum aðstæðum, heldur en við í okkar.

Með því að skoða heiminn í heild sinni, í stað þess að halda að hann sé eingöngu á þessari litlu eyju, þá er vel hægt að gleðjast yfir þeim réttindum sem við íslendingar þó njótum.

Í það minnsta er ég óskaplega glaður með lífið hérna á Íslandi, því ég veit það, að heimurinn býður ekki upp á fullkomin samfélög.

Ágætt væri að fólk reyndi að efla hjá sér víðsýnina og sjá hvað við höfum það gott, við getum meira að segja lifað ágætu lífi, alla vega ennþá, með kolgeggjaða ríkisstjjórn við völd.

Peningar eru nefnilega ekki allt, þótt vissulega skipti þeir miklu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband