Stjórnalagþing.

Nokkrir álitsgjafar og samfélagsrýnar hafa fjargviðrast, yfir lítilli kosningaþátttöku til stjórnlagaþings og einn spekinganna lét í ljósi áhyggjur af gáfnafari þjóðarinnar af þessum sökum.

Ég tel það nú bara gáfnamerki að taka ekki þátt í svona dellu, reyndar lét ég mig hafa það að kjósa, til þess að greiða góðum bloggvinum mínum atkvæði, en ég hafði víst lofað þeim því.

Ég tel, ásamt þorra þjóðarinnar, að stjórnarskrábreytingar séu ekki mjög aðkallandi um þessar mundir. Og mér finnst það ekki traustvekjandi, þegar sá sem flest atkvæði hlaut, telur stjórnaskrána hafa valdið hruninu, að hluta til.

Ef það stendur til að breyta stjórnarskránni þá er það á verkssviði alþingis. Þótt stjórnarliðar óski eftir ábendingum, svona rétt til málamynda, þá verða þær látnar sem vind um eyru þjóta, ef niðurstaða stjórnlagaþings gengur í berhögg við stefnu og vilja sitjandi stjórnvalda.

Það má kannski segja að stjórnvöld vilji fá staðfestingu á sinni skoðun frá stjórnlagaþinginu.

Ekki er þjóðin samt áhugalaus um kosningar, Icesave kosningarnar sýndu það með óyggjandi hætti. Menn nenna bara ekki að standa í einhverju bulli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband