Kemur ekki á óvart.

Við sem höfum alist upp á Íslandi og erum sæmilega læs á heiminn,höfum lengi vitað af þessari staðreynd. Hér höfum við frelsi til skoðana og möguleika á að hafa meiri áhrif á okkar samfélag, heldur en margir hafa í öðrum löndum.

"Hin tæra vinstri stjórn" er einmitt afleiðing þessa góða lýðræðis. Lýðræðinu fylgir nefnilega ábyrgð og fyrst stór hluti þjóðarinnar ákvað að leyfa þeim systrum, reiði og heimsku, að teyma sig út í vitleysu, þá súpum við seiðið af því.

Og meira að segja, í svona opnu lýðræðis þjófélagi, hafa menn leyfi til að draga svona niðurstöður í efa.

Þótt ég hafi ekki mikla spádómsgáfu, þá ætla ég að leyfa mér að spá því, að margir komi til með að efast um þessar niðurstöður. Sumum mislíkar nefnilega við svona jákvæða umfjöllun um þjóðina.

Athyglisvert rannsóknarefni sálfræðingum til handa, er að komast að því, hvers vegna svona margir vilja frekar trúa því, að við búum í gjörspilltu samfélagi þar sem lýðræðið er fótum troðið.


mbl.is Lýðræðið mest á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta er góður gagnorður pistill. ´Lýðræðinu og með fylgjandi frelsi fylgir ábyrgð. Einnig krafa um að fólk sé læst á áróðurinn

Kristbjörn Árnason, 21.12.2010 kl. 09:30

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir innlitið Kristbjörn.

Jón Ríkharðsson, 21.12.2010 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband