Þriðjudagur, 21. desember 2010
Spillingin hefur snarminnkað á umliðnum árum.
Niðurstaða erlendrar spillingarkönnunar gaf til kynna að spilling væri orðin stærra vandamál nú, en hún hefur verið.
Vitanlega kokgleypa margir þessa þvælu, vegna þess að fáir nenna að spekúlera í staðreyndum.
Spilling er til staðar í öllum löndum heims og á hún vafalaust upphaf sitt að rekja til ónefndrar konu í fyrndinni, sem bauð sínum ektamaka upp á eplabita.
Þá hófst græðgin ásamt eigingirni mannsins og sér vart fyrir endann á henni.
En vegna þess að lýðræðið virkar hér á landi, þá hefur spillingin minnkað mjög mikið, fólk er orðið mikið meðvitaðra heldur en það var.
Svo tekin séu dæmi af handahófi, til að rökstuðnings, þá má nefna Bandaríkjaför fulltrúa utanþingsstjórnarinnar árið 1943, en þáverandi fjármálaráðherra úthlutaði sjálfum sér umboði fyrir Coca Cola drykkinn sem átt hefur miklum vinsældum að fagna hér á landi. Það þætti ekki ásættanlegt í dag.
Ef lesin er ævisaga Gunnars Thoroddsen, þá finnast margar frásagnir af fyrirgreiðslupólitík, sem nánast er útdauð í dag.
Í sögunni er hægt að finna fjölmörg dæmi um mikla spillingu, úthlutun hinna ýmsu leyfa til bifreiðakaupa osfrv., slíkt þekkist ekki í dag.
Þótt íslendingar séu ekki alveg lausir við spillingu, þá finnst mér óþarfi að vera að ljúga því til, að hún hafi aukist.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.