Ekki þarf mikið til þess að hljóta hylli kjósenda.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið upp til skýja hafin og af mörgum talin góður stjórnmálamaður.

En hvað olli þessum miklu vinsældum hennar?

Hún beitir bellibrögðum þeim sem börnum er töm til þess að ná sínu fram. Hver kannast ekki við freka krakka sem hóta að hætta að leika við vini sína ef þau fá ekki sitt fram?

Jóhanna hefur beitt þeirri brellu margoft og hún hefur virkað á rígfullorðna stjórnmálamenn og kjósendur.

En alvöru stjórnmálamaður þarf meira til að bera, heldur en að kunna að beita frekju og fýluköstum að hætti lítilla barna. Enda verða flest börn fullorðin og grípa til annarra og kurteisari aðferða með auknum þroska.

Óhætt er að segja að Davíð Oddson hafi tekið vægt til orða er hann líkti alþingi við gagnfræðaskóla.

Hvað má segja um alþingi sem hefur forsætisráðherra sem fastur er á leikskólastiginu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband