Álfheiður hefur áhyggjur af einelti.

Miklar mætur hef ég löngum haft á Guðlaugi Þór Þórðarsyni og oft hef ég hælt honum fyrir hans góðu verk.

En sjaldan hef ég orðið var cið eins mikið álit á þeim mæta manni og Álfheiður lét í ljósi í Pressufrétt á dögunum.

Guðlaugur hefur greinilega náð að leggja hóp manna í einelti, en einelti telst vera til staðar, þegar margir ráðast á einn. 

Ekki er Guðlaugur að spyrjast fyrir um einn ákveðinn einstakling, heldur nokkra valinkunna álitsgjafa ríkisstjórnarinnar.

Álfheiður óttast það mest að fyrirspurnir Guðlaugs komi til með að skelfa háskólasamfélagið það mikið, að háskólamenn þori vart að opna munninn af ótta við þennan ægilega mann.

Álfheiður veit það eflaust ekki, að árásir þær sem Guðlaugur mátti á tímabili þola, gætu talist einelti.

Það er vegna þess að Guðlaugur er ekki gefinn fyrir að væla yfir hlutunum. Ef hann hefði gefist upp og látið undan þungum þrýstingi margra, þá væri hann ekki að sinna þeim þörfu verkefnum sem hann gerir nú um stundir.

Álitsgjafar þeir sem hann spyrst fyrir um, hafa gerst sekir um að ljúga að þjóðinni.

Þórólfur Matthíasson laug því að við yrðum gerð útlæg úr samfélagi þjóðanna ef við greiddum ekki þann himinháá reikning sem Svavarsnefndin afhenti þjóðinni eftir sneypulega utanför sína. 

Stefán B. Ólafsson hefur föndrað við Gini stuðla til þess að fá fram ranga mynd af skattamálum hér á landi.

Mér finnst óásættanlegt að greitt sé úr takmörkuðum sjóðum landsmanna fyrir villandi upplýsingar háskólaprófessora. 

Þjóðin á rétt á að fá að vita staðreyndir, en ekki vinstri sinnaðan áróður eingöngu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband