Vinstri menn ættu að þakka sjálfstæðismönnum og öfugt.

Sjálfstæðismenn hafa ríkt hér á landi í heil fimmtíu og þrjú ár af lýðveldistímanum. Á þeim tíma hefur verið byggt upp fyrirmyndarþjóðfélag sem allir hafa notið góðs af.

Ef vinstri flokkarnir hefðu setið þennan tíma á valdastólum, þá væri staðan öðruvísi en hún er.

Þeir hefðu passað vel upp á að enginn hafi grætt, nema kannski örfáir útvaldir, en blómleg fyrirtæki hefðu aldrei verið mörg hér á landi.

Það væri meira basl og lítill tími til að sitja á kaffihúsum.

En vegna góðra verka Sjálfstæðisflokksins hefur vinstri mönnum verið gert kleyft að dunda sér áratugum saman í háskóla, stúderandi misgagnlegar fræðigreinar, á kostnað skattborgara og lært af kennurum sínum að hata "helvítis íhaldið".

Einnig hafa þeir getað setið áhyggjulausir á kaffihúsum bölvandi "helvítis íhaldinu" á þann hátt sem þeir lærðu af kennurum sínum í háskólanum.

Við sjálfstæðismenn getum einnig þakkað vinstri mönnum fyrir það, að hafa gefið kost á sér í pólitík.

Þá sjá landsmenn glöggt hversu vel Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið. Enda komast sjálfstæðismenn oftast fljótt til valda eftir stuttar stjórnarsetur vinstri manna og langur tími líður þangað til þeir komast í ráðherrastóla á ný.

Þetta ætti að vera ágæt hugleiðing um jólin, því þakklæti er megininntak kristinnar trúar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Alveg rétt. En það ætti að snúa við alkunnum frasa vinstri manna og segja. „Allt er verra en íhaldið“.

Vilhjálmur Eyþórsson, 22.12.2010 kl. 22:10

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Innilega sammála þér Vilhjálmur.

Jón Ríkharðsson, 22.12.2010 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband