Fimmtudagur, 23. desember 2010
"Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum".
Farísearnir töldu sig óskaplega góða menn og hneyksluðust gjarna á verkum meðbræðra sinna. En þeir áttu nú sínar dökku hliðar til eins og aðrir.
Þess vegna hvatti frelsarinn þá til þess að íhuga sína stöðu, áður en þeir færu að dæma aðra óþarflega hart.
Þeir sem tóku þátt í látunum niður á Austurvelli halda ennþá áfram að fordæma stjórnmálamenn landsins og fjargviðrast yfir spilllingunni hjá þeim.
Byltingamennirnir eru ekki síður spilltir en stjórnmálamenn sem þeir harðast dæma.
Það að veitast að lögregluþjónum er brot á lögum og að viðurkenna slíkan verknað ber vott um spillt hugarfar, einnig gildir hið sama um að trufla störf alþingis og opinbera stofnana.
Þótt ýmsir reyni að réttlæta það, þá er það engu að síður brot á lögum.
Stjórnmálamenn þeir sem spilltir eru, réttlæta það einnig fyrir sjálfum sér.
Vandséð er að sjá hver munurinn er á fyrrgreindum hópum.
Athugasemdir
Heill og sæll æfinlega; Jón minn - sem jafnan !
Nú verð ég; fyrir hönd bræðra minna, Hvítliða - sem annarra genginna bræðra minna, sem og þeirra núlifandi, á Heims vísu, að andæfa þér, sem þínum viðhorfum, að nokkru.
Fyrir það fyrsta; er syndar hugtakið, uppfinning einhverra gufumenna, suður í Mið- Austurlöndum, miklu fremur, skyldum við halda okkur - við réttmæta sæmdina / sem og hefndina, þar sem hún á við, ekki hvað sízt, í þeim þáttum, sem snúa að liðleskjum íslenzkra stjórnmála, fornvinur góður.
Öngva fyrirgefningu; þeim til handa, Jón minn, svo fram komi, að nokkru.
Með; hinum beztu kveðjum, sem áður og fyrri - samt; sem áður, og jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason 23.12.2010 kl. 16:26
Ég óska þér gleðilegra jóla og farsæls komandi árs
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2010 kl. 01:50
Þakka ykkur báðum fyrir innlitið, Óskar minn kæri vinur og mín góða bloggvinkona Jóna Kolbrún.
Óskar minn, vitanlega eiga menn að hafa ólíkar skoðanir, því enginn væri nú þroskinn og mikið væri lífið tilbreytingalaust ef allir hefðu sömu skoðun.
En ég hef trú á því að við þrjú, viljum réttlæti öllum til handa og minnkandi spillingu.
Gleðileg jól til þín sömuleiðis Jóna Kolbrún og einnig til þín kæri vinur austan heiða.
Jón Ríkharðsson, 24.12.2010 kl. 02:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.