Arkitekt kvótans og hrunflokkur?

Það segir sitt varðandi hina stórkostlegu áróðurstækni Samfylkingar að ansi margir eru farnir að trúa því að sjálfstæðismenn hafi átt hugmyndina að kvótakerfinu og að hann hafi beinlínis valdið hruninu.

Fyrsta hugmyndin um kvótakerfi í núverandi mynd kom víst frá eðalkratanum Jóni Sigurðssyni árið 1978. Um það má lesa í bók eftir Illuga Jökulsson, hún heitir "Ísland í aldanna rás" og fjallar um árin 1900-2000. þetta kemur fram á bls. 907 í þeirri ágætu bók.

Svo voru það vinstri menn sem settu kvótann og framsalið í lög þegar þeir héldu um valdataumana. Sjálfstæðismenn komu þar hvergi nærri, en þeir hafa vissulega viðhaldið því.

Ég persónulega tel tillögur Jóns Kristjánssonar fiskifræðings mjög góðar, þannig að ég tel ekki þörf á kvótakerfinu og einnig er ég óhress með þá miljarða sem menn hafa tekið út úr greininni.

En miðað við þær forsendur sem Hafró hefur gefið, þótt ég sé ekki sammála þeim, þá tel ég að eðlilegt hafi verið að leyfa útgerðarmönnum að njóta þeirra litlu heimilda sem í boði voru og hafa verið til þessa.

En pistillinn á ekki að fjalla um kvótakerfið sem slíkt, ég nenni ekki að þvarga um það, heldur er ég að benda á hve vel Samfylkingunni hefur tekist að blekkja þjóðina með algjörum þvættingi.

Svo er það hrunið.

Jafnaðarmenn sköpuðu regluumhverfið sem fjármálafyrirtækin störfuðu eftir og gerði útrásina mögulega ef marka má ræðu Ingibjargar Sólrúnar á landsfundinum árið 2007.

En að hártogunum slepptum, þá er það ljóst að óábyrgir og óheiðarlegir fjármálamenn ollu hruninu. Þeir lugu að stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum og stjórnvöld voru eflaust ekki nógu grandvör á þessum tíma.

En að segja að stjórnsýslan hafi valdið hruninu eða einstakir stjórnmálaflokkar, það stenst enga skoðun. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Sæll Jón, það er ótrúlegt hvað spunavélar Samfylkingarinnar og VG hafa náð í sögufölsun og til þess tvíhennt spjót dr. Göbbels um að lygi sögð nógu oft verður að sannleika.

Það er gráglettni örlagana að bæði Steingrímur J og Jóhanna sátu í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sem í raun lögleiddi árið 1990 kvótakerfið eins og það er í dag.Þá var sjávarútvegsmálaráðherra Halldór Ásgrímsson og ef ég man rétt Svavar Gestsson menntamálaráðherra.

Stjórnarforingjarnir tveir eru búnir í gegnum tíðina að valda íslensku þjóðinni óbætanlegum skaða og Steingrímur J og Jóhanna Sigurðardóttir sem tóku þátt í því að draga Geir Haarde fyrir landsdóm ættu að sjá sóma sinn í því að gefa sig fram sjálfviljug við téðan dómstól.

Sveinn Egill Úlfarsson, 29.12.2010 kl. 15:31

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Seinn Egill, það er rétt Steingrímur Joð og Jóhanna voru í ríkisstjórn þegar kvótakerfið og framsalið var sett í lög, Svavar Gestsson einnig.

Ekki hefur neitt bent til þess að þau skötuhjú hafi mótmælt því á þeim tíma. Hafi Jóhanna verið ósátt við kvótann, þá hefði hún örugglega látið í sér heyra, þannig að hún ber ábyrgð á því sem hún tekur þátt í að ljúga upp á sjálfstæðismenn í dag.

Ekki veit ég hvað þarf til að koma fólki í skilning um það, að Sjálfstæðisflokkurinn var alls ekki við völd þegar lögin voru sett í upphafi, enda hef ég ekki kennsluréttindi.

Ef einhver á að fara fyrir landsdóm, þá eru það þau tvö en ekki Geir H. Haarde. Öllum ber saman um að hann sé heiðarlegur og grandvar maður í hvívetna, en ég hygg að það sé ekki mjög útbreidd skoðun varðandi þau tvö.

Jón Ríkharðsson, 29.12.2010 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband