Skemmtilegur samkvæmisleikur.

Rannsókn þessi sem sagt er frá getur varla talist markverð, en engu að síður skemmtilegur samkvæmisleikur fyrir þá sem hafa gaman af að finna röksemdir fyrir eigin greind.

Það voru rannsakaðir nítíu og tveir einstaklingar og gerður sá fyrirvari, að allsendis óvíst væri hvort möndulstærðin væri meðfædd eða áunnin með lífsreynslu ýmiskonar.

Vitanlega þekkist það að hægri menn séu óskaplega vitgrannir og vinstri menn geta verið bráðgreindir osfrv.

En eftir stendur það, sem ekki var tekið fyrir í þessari rannsókn, að vinstri menn hafa innan sinna raða árásargjarnari einstaklinga. Hægri menn eru yfirleitt hófstilltari í framgöngu sinni.

Ennfremur virðast hægri menn á Íslandi vera ólíkt víðsýnni heldur en vinstri menn. En svo birtist félagi úr VG í Fréttablaði dagsins í dag og þar fer maður sem státar af víðsýni sem og ágætri greind.

Reyndar finnst mér greind vera stórlega ofmetið hugtak. Það er til fullt af bráðgreindu fólki sem hagar sér eins og fábjánar, einnig eru til einstaklingar sem af lítilli greind státa, en komast prýðilega af með það litla sem þeim var gefið.

Ætli þetta sé ekki bara spurning um nýtingu og þjálfun við að beita því sem manni hefur verið gefið, burt séð frá stjórnmálaskoðunum.

 


mbl.is Stærð heilasvæða ræður stjórnmálaskoðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þessir svokölluðu „vísindamenn“ sem þarna er um að ræða eru alveg augljóslega vinstri- kjánar og tala sem slíkir. Öll frásögnin ber þess ótvíræð merki. Ég hef raunar fjallað talsvert um þetta efni, ekki síst í Þjóðmálagreinunum Á að refsa þeim og Sagt skilið við skynsemina og lítillega í bloggfærslunni Vinstra genið fundið, sem ég veit reyndar að þú hefur lesið. Ég sný ekki aftur með þá skoðun sem ég hef haft í áratugi, að vinstri mennska sé einhvers konar ólæknandi geðrænn kvilli, eins og og margt fleira, t.d. samkynhneigð .

Vilhjálmur Eyþórsson, 29.12.2010 kl. 20:16

2 Smámynd: Vendetta

Niðurstöður þessarar rannsóknar er hrein della. Mínar stjórnmálaskoðanir sveiflast milli hægri og vinstri allt eftir því hver er í ríkisstjórn, ef það er vinstristjórn, þá er ég hægrisinnaður og öfugt. Ef rannsóknin væri marktæk og algild, þá væru hlutar heilans í mér ýmist að stækka eða minnka með nokurra ára millibili (að vísu verð ég að viðurkenna, að ég fæ alltaf undarlega tilfinningu í hausnum eftir afstaðnar kosningar).

Niðurstöður þessarar rannsóknar mun lenda á haugunum alveg eins og tilraunin sem sýndi, að kjarnasamruni væri mögulegur við stofuhita.

Vendetta, 29.12.2010 kl. 23:02

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar Vilhjálmur og Vendetta.

Vilhjálmur, þú hefur ritað mikið um þessi mál og ég get ekki annað en tekið heilshugar undir það allt sem þú segir varðandi þetta. Vinstri mennska er stórhættulegur geðrænn kvilli, sennilega illviðráðanlegur.

Vendetta, þú setur þitt mál fram á skemmtilegan hátt og það leynist djúp hugsun í því, þótt oft sé það sett fram með spaugilegu ívafi. Ég held það líka, að rannsóknin lendi á haugunum innan skamms tíma.

Jón Ríkharðsson, 29.12.2010 kl. 23:22

4 Smámynd: Kommentarinn

Vendetta þó þú skiptir oft um stjórnmálaskoðanir þá þýðir það ekki að fólk sem hefur ákveðnar skoðanir geti ekki haft sameiginleg einkenni í byggingu heilans. Það þarf ekkert að vera að þú fallir endilega undir annan flokkinn enda er heimurinn ekki svarthvítur - hvorki heilinn né stjórnmálaskoðanir heldur.

Kommentarinn, 30.12.2010 kl. 08:49

5 Smámynd: Vendetta

Það getur verið að þú hafir rétt fyrir þér. Í raun og veru hef ég aðhyllzt 2. stigs félagslega frjálshyggju sl. 30 árin, sem hvorki er vinstristefna, hægristefna né miðjumoð. Þannig stjórnskipulag er að mínu mati bezt fyrir þjóðfélagið, bæði velferð þegnanna og efnahag landsins, enda hefur þetta kerfi aldrei verið reynt hér á landi. Fimmflokkurinn á Alþingi vill áfram þann ríkisfasisma sem hefur verið við lýði allan lýðveldistímann.

Hins vegar er ég samt skeptískur gagnvart þessum niðurstöðum í rannsókninni af þeim orsökum sem ég nefndi í fyrri athugasemd. Þá á ég við, að það hljóti að vera aðrir þættir í þessu en bara stjórnmálaskoðanir, t.d. persónuleiki einstaklings almennt. Ég myndi bíða frekari rannsókna sem staðfesta þetta.

Í fréttinni gleymdist að setja link, en hann er hér.

Vendetta, 30.12.2010 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband